14.12.2020
Í þessum þætti Jólaseríunnar ræðir Bergþór Ólason þingmaður um þingsályktunartillögu Miðflokksins þess efnis að hverjum og einum greiðanda útvarpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins eins og hann kýs.
12.12.2020
Í þessum þætti ræðir Bergþór Ólason um frumvarp umhverfisráðherra um Miðhálendisþjóðgarð. Við erum #örlítillgrenjandiminnihluti.
11.12.2020
Í þessum þætti ræðir Ólafur Ísleifsson þingmaður um frumvarp sem nú er fyrir þinginu sem kveður á um að hægt verði að sekta fyrirtæki og félög ef ekki er jafnt kynjahlutfall í stjórn.
09.12.2020
Í þessum þætti ræðir Sigurður Páll Jónsson þingmaður, um málefnið "Ísland Allt" sem er og verður á stefnuskrá Miðflokksins.
08.12.2020
Gestur fyrsta þáttar Jólaseríunnar er þingmaðurinn okkar Anna Kolbrún Árnadóttir og svarar hún spurningunni:
Um hvað fjallar Fæðingar- og foreldraorlofstillaga Miðflokksins?