Þinglokaþras

Þinglokaþras

Laugardagur, 15. júní 2024
 

Það stytt­ist í þinglok, sem bet­ur fer segja flest­ir, þó að sjálf­ur vildi ég gjarn­an að teygðist aðeins úr.

Ég sagði 18. apríl, þegar greidd voru at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn­ina, að það væri eini dag­ur­inn sem stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu treyst hver öðrum síðan þessi óláns­stjórn var skrúfuð sam­an þriðja sinni. Það blas­ir við að dag­arn­ir hafa ekki orðið fleiri síðan þá.

Þingloka­samn­ing­ar stjórn­ar­flokk­anna hafa gengið svo hægt að furðu sæt­ir, í gamla daga hefði mál­um sem eru í jafn miklu ósætti og nú er aldrei verið hleypt í gegn­um rík­is­stjórn eða þing­flokka stjórn­ar­flokka. Verk­stýr­ing­in virðist vera í mol­um, en það er hugg­un harmi gegn að það er ekki endi­lega slæmt að fleiri en færri stjórn­ar­mál dagi uppi þegar við skoðum hversu fá þeirra eru raun­veru­lega til gagns fyr­ir land og þjóð.

Grunn­samn­ing­ar stjórn­ar­flokk­anna birt­ast okk­ur sem þrjú mál. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær lag­færð út­lend­inga­lög, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær auk­in lista­manna­laun í miðju verðbólgu­báli og vinstri-græn­ir fá enn eina Mann­rétt­inda­stofn­un­ina.

Útlend­inga­frum­varpið var loks­ins samþykkt í gær, en því flaggað um leið að nauðsyn­legt sé að leggja fram frek­ari frum­vörp í haust, þar sem ekki sé nægj­an­lega langt gengið. Það er rétt mat hjá dóms­málaráðherra, en það vek­ur auðvitað furðu í ljósi þess að breyt­ing­ar­til­lög­ur sem Miðflokk­ur­inn lagði fram í meðför­um máls­ins voru strá­felld­ar með öll­um greidd­um at­kvæðum stjórn­ar­liða. En málið er til bóta og við í þing­flokki Miðflokks­ins fögn­um því að það sé orðið að lög­um.

Eld­hús­dagsum­ræður fóru fram í vik­unni. Til gam­ans er rétt að halda til haga staðreynd um mála­flokk hæl­is­leit­enda sem dóms­málaráðherra dró fram í umræðunni. Þar upp­lýsti ráðherr­ann að á þeim rétt rúma ára­tug sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur farið með stjórn mála­flokks­ins hafi um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd fjölgað um 3.700%. Það hlýt­ur að vera nýtt héraðsmet.

Ráðherr­ann sló í fram­hald­inu á létta strengi og sagði eng­um bet­ur treyst­andi en Sjálf­stæðis­flokkn­um til að fara með mál­efni hæl­is­leit­enda.

Það er alltaf gam­an þegar ræðumönn­um tekst að blanda sam­an hæfi­leg­um skammti af húm­or og hnefa­högg­um.

Fram­sókn­ar­menn­irn­ir þurftu svo að gefa eft­ir þjóðaróper­una eft­ir að í ljós kom að vegna van­fjár­mögn­un­ar máls­ins hefði þing­mannakór­inn þurft að standa vakt­ina fyrstu vet­urna.

Sam­göngu­áætlun­in fer senni­lega sömu leið. Hvað önn­ur mál varðar verður kylfa lát­in ráða kasti.

Og svo kom hval­ur­inn. En pist­ill­inn er of stutt­ur til að út­tala sig um það mál, ég læt það bíða fram yfir helgi.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is