Þorgrímur Sigmundsson er gestur Miðvarpsins

Gestur Miðvarpsins að þessu sinni er Þorgrímur Sigmundsson (Toggi) frá Húsavík.   Þorgrímur er varaþingmaður Miðflokksins og situr í þriðja sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

 4. þáttur:  Þorgrímur Sigmundsson

Þorgrím ætti ekki að þurfa að kynna fyrir fólki í Miðflokknum en hann hefur unnið ötullega innan flokksins frá stofnun hans og verið skeleggur talsmaður síns kjördæmis. Um leið hefur hann haldið á lofti sjónarmiðum landsbyggðar og landbúnaðar.

Hann segist hafa áhyggjur af misvægi milli landsbyggðarinnar og suðvesturhornsins og telur brýnt að styðja við uppbyggingu úti á landi og efla þannig byggð um allt land.

Þorgrímur telur mikil og ónýtt tækifæri í landbúnaði og frekari uppbyggingu ferðaþjónustu.

Undanfarin ár hafi það sýnt sig hve mikilvægt sé að styðja við þessa þróun en um leið verði að efla og styrkja samgöngur landsins. Atvinnumálin brenna á Þorgrími og þeir sem vilja kynna sér hvaða lausnir eru þar áhugaverðastar ættu að leggja við hlustir þegar Þorgrímur talar.

Allt þetta má finna í þessum nýjasta þætti Miðvarpsins.

Stjórnandi þáttarins er Sigurður Már Jónsson.