Fréttabréf Miðflokksins

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 9. OKTÓBER, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is

 

 

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

Þingmenn Miðflokksins bjóða upp á símaviðtöl í október - Við viljum heyra frá þér!

Skráning stendur nú yfir og við hvetjum flokksmenn til að nýta þetta tækifæri til að eiga samtal við þingmenn Miðflokksins og koma skoðunum ykkar á framfæri.

Hægt er að skrá sig í símtal með því að senda tölvupóst á midflokkurinn@midflokkurinn.is með nafni, símanúmeri og nafni þingmannsins sem óskað er eftir samtali við.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofu flokksins í síma 555-4007 til að panta viðtal við þingmann.  Endilega pantið ykkar símaviðtal sem fyrst.


SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS LOKUÐ FYRIR GESTAKOMUR NÆSTU TVÆR VIKUR 

Vinsamlegast athugið að vegna tilmæla sóttvarnarlæknis á auknum smitvörnum og mikillar útbreiðslu Covid-19 smita á höfuðborgarsvæðinu mun verða lokað fyrir gestakomur á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 næstu tvær vikurnar eða þar til annað hefur verið tilkynnt.  

Starfsmenn skrifstofunnar verða engu að síður að störfum og hægt er að hafa samband bæði á tölvupósti á midflokkurinn@midflokkurinn.is eða í síma 555-4007.

Við þökkum skilninginn.


ÞINGFLOKKUR MIÐFLOKKSINS FORDÆMIR ORÐ LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA

Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla þann 7. október:

Þingflokkur Miðflokksins fordæmir orð landbúnaðarráðherra um landbúnaður sé lífsstíll.

Landbúnaður er ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar, skapar þúsundir starfa, færir neytendum hollar gæðavörur, sparar gjaldeyri og tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar. Að kalla landbúnað lífsstíl er vanvirðing við eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar.

Orð ráðherra koma beint ofan í fréttir af röngum skráningum tollskýrslna fyrir innflutt matvæli. Svo virðist sem ríkisstjórninni sé fyrirmunað að standa með íslenskum landbúnaði.

Sem svar við fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar þingmanns Miðflokksins um rangar skráningar varpaði landbúnaðarráðherra ábyrgðinni á fyrrverandi landbúnaðarráðherra og núverandi samgönguráðherra Sigurð Inga Jóhannsson.

Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármálaráðherra um rangar skráningar á innfluttum matvælum.

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni voru fjórir þingfundardagar.  Á dagskrá voru störf þingsins, óundirbúnar fyrirspurnir, fjárlög, fjármálaáætlun og fleiri stjórnarmál.

Í störfum þingsins tóku Birgir Þórarinsson, Þorsteinn Sæmundsson, Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason þátt.

Störf þingisins:

Birgir Þórarinsson ræddi um fjárlagafrumvarpið og benti á að markmið vantar um fjölgun starfa.

Upptöku af ræðu Birgis má sjá hér.  Ræðu Birgis má lesa hér.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um framkvæmdir sem stuðla að aukinni atvinnu.

Upptöku af ræðu Þorsteins má sjá hér.  Ræðu Þorsteins má lesa hér.

Sigurður Páll Jónsson velti því upp hvernig sjávarútvegurinn sem hefur verið undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar í gegnum tíðina, gæti aukið gjaldeyristekjur á tímum sem þessum.

Upptöku af ræðu Sigurðar Páls má sjá hér.  Ræðu hans má lesa hér.

Karl Gauti Hjaltason benti á þá gífurlegu útgjaldaaukningu ríkissjóðs og áherslur ríkisstjórnarinnar.

Smellið hér til að sjá upptöku af ræðu Karls Gauta Og hér til að lesa ræðuna.

 

Óundirbúnar fyrirspurnir: 

Í óundirbúnum fyrirspurnum tóku Þorsteinn Sæmundsson og Bergþór Ólason þátt.

Þorsteinn Sæmundsson spurði þar dómsmálaráðherra út í einstaklinga sem vísa á úr landi og með hvaða hætti haft væri eftirlit með þeim.

Hér má sjá upptöku af fyrirspurn Þorsteins.  Smellið hér til að lesa fyrirspurnin Þorsteins.

Bergþór Ólason spurði fjármála- og efnahagsráðherra um útvarpsgjaldið og stöðu einkarekinna fjölmiðla, hann spurði meðal annars hver afstaða ráðherra sé til þess að leyfa greiðendum nefskattsins að ráðstafa tilteknu hlutfalli síns til einkarekinna fjölmiðla.

Smellið hér til að sjá upptöku af fyrirspurn Bergórs.  Hér má lesa fyrirspurnina.

 

Fjárlögin og umræða um Fjármálaáætlun 2021-2025:                                                                                                                                  

Flutningsræðu Birgis Þórarinssonar við fjárlögin má sjá hér.         

Í vikunni sátu fagráðherrar fyrir svörum um fjármálaáætlun 2021-2025 en hver flokkur fékk að spyrja hvern ráðherra tvisvar.

Spurningar þingmanna Miðflokksins til fagráðherra má sjá hér.  Fjármálaáætlun 2021-2025

 

 


GREINAR OG PISTLAR

Forsætisráðherra hnýtur um þúfu

Grein eftir Þorgrím Sigmundsson varaþingmann Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.  Greinin birtist fyrst á Vísi þann 4. október, 2020


Óvæntur sparnaður

Grein eftir Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 5. október, 2020


Lög ESB framar íslenskum lögum

Grein eftir Gunnar Braga Sveinsson þingmann Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.  Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 7. október 2020


Aldrei aftur

Grein eftir Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúa, sem birtist fyrst á Vísi þann 7. október, 2020


Covid-19 - eðlilega áhyggjur en höldum í vonina

Grein eftir Unu Maríu Óskarsdóttur varaþingmann Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem birtist á Vísi í gær.

Covid 19 – eðlilegar áhyggjur en höldum í vonina


 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is