Bólusetningarvottorð á landamærum

Karl Gauti Hjaltason beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag varðandi þær fréttir sem bárust í hádeginu um að stjórnvöld hér ætli að ganga frá reglugerðum í þessari viku sem leyfa Bandaríkjamönnum og Bretum sem hafa verið bólusettir að koma til landsins, hafi þeir framvísað vottorði frá heimalandinu um bólusetningu.

Spurði hann dómsmálaráðherra hvort verið sé að færa ytri landamæri Schengen út fyrir Ísland með því að leyfa Bandaríkjamönnum og Bretum sem hafa verið bólusettir að koma til landsins og hvort þeir ferðamenn sem hingað koma og er leyft að stíga hér á land þurfi þá að gangast undir sérstakt landamæraeftirlit ef þeir hyggjast halda áfram ferð sinni til Evrópu. 

Hann spurði hvort þetta hafi verið gert í samráði og með samþykki ráðherraráðsins, en fréttir herma að ráðherraráðið hafi verið andsnúið þessu í upphafi.

Að lokum spurði Karl Gauti hvort komi til greina að víkka heimildina og taka einnig við ferðamönnum sem framvísa sambærilegum vottorðum frá öðrum löndum eins og Kanada eða Kína. 

 

Upptöku af fyrirspurn Karls Gauta í þingsal og svar ráðherra má sjá hér