Geðheilbrigðisþjónusta

Anna Kolbrún Árnadóttir ásamt þingflokki Miðflokksins lagði fram skýrslubeiðni á 151. þingi sem var samþykkt 25. nóvember, 2020. Skýrslubeiðnin fól í sér að óskað væri eftir að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu, óskað var eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum.

Skýrslan kom út nú á dögunum og var til umræðu á Alþingi í gær, umræðan mun halda áfram á Alþingi á næstu dögum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti tvær ræður um skýrsluna á Alþingi í gær. Sigmundur nefndi þar að skýrslan væri áfellisdómur yfir því hvernig haldið hefur verið á þessum málaflokki. 

Ræðu Sigmundar má sjá hér

Umræðuna um skýrsluna má sjá hér

Skýrsluna má sjá hér

Niðurstöður skýrslunnar sýnir hversu mikilvægt það var að Anna Kolbrún óskaði eftir skýrslunni á sínum tíma.