Rúmlega 500 börn bíða eftir greiningu

 

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sendi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um biðtíma barna eftir greiningu á Þroska- og hegðunarstöðinni.  Óskaði Anna Kolbrún eftir að fá svör við því hversu mörg börn séu á biðlista eftir greiningu hjá stöðinni, hversu langur biðtíminn væri og hversu mikið fjármagn ríkissjóður hafi veitt árlega til starfseminnar síðustu fjögur ár.

Í svari frá ráðherra kom fram að rúmlega 500 börn bíða nú eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöðinni og er biðin að meðaltali um 12 - 18 mánuðir.  Fjöldi barna á biðlista eft­ir grein­ingu hef­ur farið stig­vax­andi frá ár­inu 2016 og bið for­gangs­mála lengst úr 3 til 7 mánuðum í 5 til 14 mánuði.   Þá hafa 390-470 börn hafi verið skráð á biðlista á fyrri hluta þessa árs, en 475-594 á seinni hluta ársins.  Einnig kemur fram að biðtími eftir einhverfugreiningu er einna lengstur, þrátt fyrir alvöru vandans, þar sem slíkum málum hefur fjölgað mikið á sama tíma og skortur er á sérhæfðu fagfólki á því sviði.

Í eftirfarandi töflu má sjá meðaltalstölur yfir fjölda barna á biðlista og lengd biðtíma hjá Þroska- og hegðunarstöðinni síðustu fjögur ár:

 Árlegur kostnaður við rekstur Þroska- og hegðunarstöðvarinnar síðustu fjögur ár:

Fyrirspurn Önnu Kolbrúnar má lesa hér og svar heilbrigðisráðherra hér.