Stórefling innlendrar matvælaframleiðslu

Í vikunni mælti þingflokkur Miðflokksins fyrir tillögu til þingsályktunnar um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar. 

Meðal markmiða tillögunnar er að stórefla innlenda matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi, veita neytendum umhverfisvæna, holla og næringarríka fæðu, treysta afkomu bænda, auka sjálfbærni og umhverfisvernd, varðveita þekkingu, efla rannsóknir og menntun í landbúnaði, auka skilning á mikilvægi landbúnaðarframleiðslu og vernda landgæði. Íslendingar vilja öfluga og innlenda matvælaframleiðslu sem þeir þekkja og geta treyst. Eftirspurn eftir matvælum úr nærumhverfinu hefur sjaldan verið meiri og eykst með aukinni vitneskju neytandans um kosti innlendrar framleiðslu.

Tillöguna má sjá hér

Bergþór Ólason mælti fyrir tillögunni

Ræðu Bergþórs má sjá hér