Sveigjanleg tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi

Bergþór Ólason mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um sveigjanlega tilhögun á fæðingar- og foreldraorlofi. 

Þingsályktunartillaga þessi er lögð fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs, en það er mat þingflokksins að foreldrar séu jafnan réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. 

Markmið tillögunnar er að ráðherra verði falið að leggja fram frumvarp til að tryggja rétt foreldra til að deila með sér tólf mánuðum fæðingarorlofs, án þess að hlutast sé til um nánari skiptingu þeirra á milli með lögum, þannig verði best tryggt að mismunandi fjölskylduaðstæður bitni síður á réttindum barnsins. Með auknum sveigjanleika við töku fæðingarorlofs er jafnframt komið til móts við þá foreldra og þau börn sem ekki fá inni á ungbarnaleikskóla eða hjá dagforeldri.

Ræðu Bergþórs má sjá hér 

Tillöguna má sjá hér