Að fella niður virðisauka- skatt af matvælum

Að fella niður virðisauka- skatt af matvælum

Mánudagur, 6. nóvember 2023
 
Bergþór Ólason

Í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins 31. októ­ber ræddi nýr fjár­málaráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, tvö mál við Magnús Geir Eyj­ólfs­son frétta­mann rík­is­út­varps­ins.

Fyrst það sem virt­ust vera hug­mynd­ir ráðherr­ans um end­ur­skoðun á því hvernig hús­næðisliður vísi­tölu neyslu­verðs skuli met­inn. Öll þekkj­um við það deilu­efni, sem verið hef­ur viðvar­andi í umræðunni um langa hríð. Mest kom á óvart að áhrif hús­næðisliðar­ins hafi komið nýj­um fjár­málaráðherra á óvart.

Nýi fjár­málaráðherr­ann, sem er vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gæti átt orðastað við gamla fjár­málaráðherr­ann, sem er formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Sá var ekki hrif­inn af vanga­velt­um sem þess­um í ráðherratíð sinni. Sjá­um hvað set­ur, en spá mín er að eft­ir langa og yf­ir­vegaða skoðun þá verði engu breytt.

Hitt atriðið, sem mér sjálf­um þótti meiru skipta, voru viðbrögð fjár­málaráðherra við hug­mynd for­manns Miðflokks­ins um tíma­bundið af­nám virðis­auka­skatts af mat­væl­um sem verk­færi í bar­átt­unni við verðbólg­una.

Fjölþætt áhrif yrðu af slíkri breyt­ingu. Meðal ann­ars kæmi lækkað mat­væla­verð fram í lækk­un á verðbólgu­mæl­ing­um. Áhrif­in yrðu hlut­falls­lega mest hjá heim­il­um sem lægst­ar tekj­ur hafa. Fyr­ir utan auðvitað það aug­ljósa; að ríkið tæki minna til sín frá heim­il­um lands­ins en í stefn­ir. En það má víst ekki.

Viðbrögð ráðherra í viðtal­inu voru þau að segja af og frá að slíkt gagnaðist sem tæki gegn verðbólgu og sagði svo að „fyr­ir utan verðmiðann á slíku og áhrif á hag­kerfið, þá er ég nú ekki sam­mála því að það væri snjallt“.

Það er auðvitað ágætt að afstaða ráðherr­ans liggi fyr­ir. Verra er að hún setji sig með henni í flokk með álits­gjöf­um sem hafa þann ein­staka hæfi­leika að hafa aldrei rétt fyr­ir sér.

Til að setja verðmiðann í sam­hengi, þá er hann lægri en bara ár­leg­ur kostnaðar­auki af mál­efn­um hæl­is­leit­enda síðan Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók við fjár­málaráðuneyt­inu und­ir for­ystu for­vera Þór­dís­ar Kol­brún­ar í embætti.

Og varðandi það að aðgerð sem þessi sé hluti af lausn­inni í bar­átt­unni við verðbólg­una, þá má nefna sem dæmi að í Portúgal tóku stjórn­völd ákvörðun um ein­mitt þetta, að af­nema virðis­auka­skatt tíma­bundið af til­tekn­um mat­væl­um. Skemmst er frá því að segja að þeim í Portúgal geng­ur mun bet­ur í slagn­um við verðbólg­una en okk­ur hér heima.

En á meðan rík­is­út­gjöld­in eru jafn stjórn­laus og raun ber vitni er ekki ljóst hvað dug­ar til að ná niður verðbólgu­vænt­ing­um og verðbólg­unni sjálfri í fram­hald­inu.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is