Andlát Önnu Kolbrúnar Árnadóttur

Andlát Önnu Kolbrúnar Árnadóttur er okkur mikill harmur en hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 9. maí s.l.

Anna Kolbrún var einn af stofnendum Miðflokksins og tók sæti sem þingmaður Norðausturkjördæmis árið 2017 og sat á þingi síðasta kjörtímabil, var varaþingmaður kjördæmisins þegar hún lést og kom síðast inn á Alþingi nú í vor. Hún gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og mun Miðflokkurinn minnast hennar nánar síðar.

Með hluttekningu til allra aðstandenda Önnu Kolbrúnar Árnadóttur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.