Batnandi mönnum er best að lifa

Það er skilj­an­legt að flest­ir horfi á já­kvæð um­skipti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í út­lend­inga­mál­um í forundr­an. Viðtöl, grein­ar, ræður og at­kvæðagreiðslur draga upp mjög ólíka mynd frá þeirri sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mál­ar nú um stund­ir. Breyttri af­stöðu ber þó að fagna, enda hef­ur Miðflokk­ur­inn varað við þeirri stöðu sem nú er uppi í út­lend­inga­mál­um á Íslandi um ára­bil.

Stóri skaðinn í út­lend­inga­mál­um hófst í tíð Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur þegar hún sem inn­an­rík­is­ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins setti af stað þver­póli­tíska vinnu und­ir for­ystu Ótt­ars Proppé, þing­manns Bjartr­ar framtíðar, um nýja út­lend­inga­lög­gjöf. Ólöf heit­in Nor­dal, þá inn­an­rík­is­ráðherra, mælti svo fyr­ir afrakstri þeirr­ar vinnu, frum­varpi að nýj­um út­lend­inga­lög­um sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní 2016.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, nú­ver­andi formaður Miðflokks­ins, var þá ný­stig­inn frá sem for­sæt­is­ráðherra, eða 13 dög­um áður en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn keyrði nýtt út­lend­inga­frum­varp í gegn­um þingið – við raðupp­klapp vinstri flokk­anna sem sáu auðvitað fullnaðarsig­ur fyr­ir sína stefnu. Hann hafði fram að því lýst mik­illi and­stöðu við málið.

Það var svo Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem hóf rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Vinstri græn­um 18 mánuðum eft­ir samþykkt nýrra út­lend­ingalaga og þær breyt­ing­ar sem þá þegar var ljóst að gera þyrfti á nýju lög­gjöf­inni urðu ómögu­leg­ar – enda bara einn flokk­ur sem hef­ur ráðið ríkj­um þar á bæ, Vinstri græn­ir.

Nú, þegar komið er í al­gjört óefni, innviðir nær bresta, því straum­ur hæl­is­leit­enda hingað er slík­ur að annað eins þekk­ist ekki á byggðu bóli Norður­land­anna, þá hyggst rík­is­stjórn­in hreyfa sig aðeins í mál­inu. Þó í skipt­um fyr­ir það að ís­lensk stjórn­völd fari nú og sæki til­tekið fólk á neyðarsvæði sem fengið hef­ur hér rétt til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar. Hvaða áhrif ætli það hafi þegar það frétt­ist út í heim, þar sem neyðin er víða mik­il og grimm, að ís­lensk stjórn­völd stýrist með þess­um hætti af þaul­sætn­um aktív­ist­um og há­vær­um sjálf­boðaliðum – en ekki lög­um, regl­um og skyn­semi? En þetta er það sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býður lands­mönn­um upp á – nú á sjö­unda ár.

Það verður spenn­andi að sjá hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og rík­is­stjórn­in hafi meiri­hluta inn­an sinna raða til að taka á út­lend­inga­mál­un­um af al­vöru og ábyrgð á næstu vik­um. Hvort all­ar sér­ís­lensku seg­ul-regl­urn­ar verði af­numd­ar eða ekki. Hvort sérstaða Íslands í út­lend­inga­mál­um verði lögð af. Nú er komið að ög­ur­stund.

Það mun­ar um Miðflokk­inn í þess­um mála­flokki eins og löngu er orðið ljóst. Eng­in er þó þórðargleðin yfir því að aðrir flokk­ar skuli vera að átta sig á al­var­legri stöðu og kalla eft­ir raun­sæj­um aðgerðum held­ur létt­ir fyr­ir ís­lenska þjóð; þá innviði og sam­fé­lag sem við höf­um byggt hér upp og vilj­um vernda.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is