Ekki bara 20 milljarðar, heldur miklu meira

 

Það hef­ur verið ánægju­legt að fylgj­ast með breyttri orðræðu um út­lend­inga­mál und­an­farn­ar vik­ur. Ýmsir hefðu mátt mæta fyrr til umræðunn­ar, en eins og sagt er: betra er seint en aldrei.

Miðflokk­ur­inn hef­ur árum sam­an fjallað um stjórn­leysi á landa­mær­um Íslands og þá staðreynd að ekki bara er vernd­ar­kerfið mis­notað held­ur hafa hinir sér­ís­lensku segl­ar (e. pull factors) orðið þess vald­andi að um­sókn­ir um alþjóðlega vernd eru hlut­falls­lega marg­falt fleiri hér á landi en í ná­granna­lönd­un­um.

Fyr­ir þetta hef­ur flokk­ur­inn á köfl­um fengið bágt fyr­ir hjá hinum talandi stétt­um, en það er alla jafna til marks um að miðið sé rétt stillt.

En hvers vegna mættu stjórn­mála­flokk­arn­ir svona seint til umræðunn­ar? Nú er því meðal ann­ars haldið fram að hluti skýr­ing­ar­inn­ar hafi verið að út­lend­inga­lög­in, sem voru lögð fram 13 dög­um eft­ir að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son steig til hliðar sem for­sæt­is­ráðherra, hafi tekið mið af allt öðrum veru­leika en nú er uppi. En er það svo?

Áhrif­in blöstu við, enda setti þáver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem illu heilli sit­ur ekki leng­ur á þingi, strax fram sjón­ar­mið og áhyggj­ur varðandi áhrif þess að fara aðrar leiðir en ná­grannaþjóðir okk­ar gerðu á þeim tíma. Sér­ís­lensku segl­arn­ir blöstu strax við og fyr­ir­sjá­an­leg áhrif­in urðu eins og við var að bú­ast.

Kannski er hluti af því hversu treg­ir ráðandi flokk­ar hafa verið til að ræða málið að enn eru á þingi 11 þing­menn sem á sín­um tíma samþykktu frum­varp Bjartr­ar framtíðar um nýja heild­ar­lög­gjöf í út­lend­inga­mál­um, 5 þeirra sitja í rík­is­stjórn nú um stund­ir.

Eft­ir að flokk­arn­ir vöknuðu til meðvit­und­ar hef­ur komið fram að beinn kostnaður rík­is­sjóðs á þessu ári er áætlaður 20 millj­arðar – 20 þúsund millj­ón­ir – en það blas­ir við að óbeinn kostnaður er enn meiri. Ég hef haldið því fram að óbeini kostnaður­inn sé tvö­fald­ur á við þann beina, sem þýðir þá að raun­kostnaður halli í 60 millj­arða á þessu ári. Er nema von að fólk sé að vakna?

Ég fagna því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé von­um seinna far­inn að ræða þessi mál þannig að gagn sé að og að Sam­fylk­ing og Viðreisn hafi fylgt í kjöl­farið. Þá var til ein­hvers bar­ist.

Í öllu falli mun Miðflokk­ur­inn styðja frum­varp dóms­málaráðherra, sem vænt­an­lega verður mælt fyr­ir í kom­andi viku, en jafn­framt vinna að því að málið batni í meðför­um þings­ins, meðal ann­ars með fram­lagn­ingu breyt­ing­ar­til­lagna þar sem áður til­kynnt­ar breyt­ing­ar (sem ekki virðast hafa ratað inn í frum­varpið) í þá veru að af­nema að fullu hin sér­ís­lensku ákvæði verða lagðar fram þannig að meiri­hluti þing­heims geti sýnt fram á að ein­hver mein­ing sé í hinni „nýju“ af­stöðu.

Í þessu máli sem öðrum mun muna um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is