Kvöldskemmtun ársins á Landsþingi 2023

Sæl öll.  

Það er ekki bara það að við ætlum á Landsþing til að ræða málin, ganga frá stefnu flokksins o.s. frv. þá ætlum við einnig að skemmta okkur.

Á laugardagkvöldinu 28. okt verðum við með kvöldverðarhóf þar sem við ætlum að borða góðan mat, njóta skemmtiatriða og dansa svo fram eftir kvöldi/nóttu.  Skráning á hófið hefst fljótlega og látum við vita með hvaða hætti það verður.  

Hvetjum alla til að vera með því við ætlum að hafa gaman.