Loftslagskirkjan messar í Egyptalandi

Fyrir réttri viku bárust fréttir af því að „örþreyttir“ samningamenn hefðu náð niðurstöðu um svokallaðan loftslagsbótasjóðáCOP27, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm ElSheikh í Egyptalandi.

En niðurstöðu um hvað? Uppleggið er að í sjóðinn renni 100 milljarðar bandaríkjadala árlega frá þróuðum þjóðum til hinna vanþróuðu sem verða fyrir tjóni af völdum veðurtengdra atburða. Það samsvarar 11-földum fjárlögum Íslands, árlega!

Ef einn og hálfur milljarður jarðarbúa, af átta milljörðum, stendur undir þessum greiðslum má reikna með að hlutur Íslendinga verðiáfjórða milljarð árlega, hið minnsta. Höfðu embættismennirnir sem þarna sátu dagana langa umboð til að skuldbinda ríkissjóð með þessum hætti?

Málið hafði ekki verið rætt í ríkisstjórn, eins og kom fram í svari loftslagsráðherraífyrirspurnatíma daginn eftir að fréttirnar bárust. Ráðherrann kom raunar svo af fjöllum að helst hefði mátt ætla að opinbera sendinefndin sem sótti ráðstefnuna hefði verið þarávegum annars ráðuneytis en hans eigin.

Samt stóð ekki á loftslagsráðherranum að staðfesta að hann ætti ekki von á öðru en að Íslendingar tækju þátt í loftslagsbótasjóðnum, þrátt fyrir að hann vissi ekki hvort um væri að ræða árlegt framlag (sekt) upp á tugi, hundruð eða þúsundir milljóna. Enda höfðu fulltrúar hans þá þegar klappað samviskusamlega úti í sal þegar „niðurstaðan“ lá fyrir.

Kvöldið áður hafði formaður Loftslagsráðs svarað spurningu Boga Ágústssonar um hvort Íslendingar tækju nú ekki örugglega þátt í þessum bótasjóði með svarinu: „Að sjálfsögðu“, en bætti því svo við að það tæki nokkur ár að útfæra sjóðinn?! Nokkur ár? Það þóttu mér sérstök skilaboð þegar þúsundir fundargesta höfðuítvær viku varla getað myndað setningu án þess að í henni kæmi fram að „engan tíma mætti missa“. Það að áætla nokkur ár í að skrifa samþykktir sjóðsins bendir ekki til þess að hin raunverulega tímapressa sé mikil, enda alltaf 6-10 árídómsdag, sama hvenær spurt er.

Í umræðupanel sem ég tók þátt í á ráðstefnunni opnaði ég á því að segja að „hér værum við samankominí27. lokatilrauninni til að bjarga heiminum og að alltaf væru 6-10 ár í dómsdag“ og bætti við að þegar málflutningi væri hagað með þeim hætti misstu menn á endanum trúverðugleika sinn, rétt eins og smaladrengurinn forðum.

Það sem ég hafði í huga þegar ég ákvað að sækjast eftir að sitja ráðstefnuna var að reyna að átta mig á hvaða leiðir væru haganlegastar til að koma landi og þjóð undan mesta ruglinu sem samþykkt hefur verið á fyrri stigum á þessum vettvangi.

Ég held hins vegar að bestu skilaboðin sem Sameinuðu þjóðirnar gætu sent í þessum efnum væru þau að ráðstefnan að ári, sem halda á í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, verði haldin á Zoom.

Bergþór Ólason, alþingismaður.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember, 2022.