Orkulaus ríkisstjórn – taka 2

Orkulaus ríkisstjórn – taka 2

Miðvikudagur, 13. desember 2023
Bergþór Ólason

Þann 17. júní síðastliðinn birt­ist pist­ill eft­ir und­ir­ritaðan sem hófst á orðunum:

Lán­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í orku­mál­um virðast eng­in tak­mörk sett. Landið er í bráðri þörf fyr­ir meiri raf­orku á öll­um sviðum.

Þá höfðu áform um Hvamms­virkj­un steytt á skeri.

En hver er staðan nú, réttu hálfu ári síðar?

Í þing­inu er verið að setja neyðarlög, til að tryggja að ljós kvikni í stof­um lands­manna og vatnið hitni í pott­un­um á nýju ári.

Áform um téð neyðarlög, sem mætti kalla lög um raf­magns-skömmt­un­ar­stjóra rík­is­ins, mæta nú mikl­um efa­semd­um í meðför­um þings­ins. Ástæður efa­semd­anna eru ýms­ar en það blas­ir við að orku­skort­ur eins og sá sem við stönd­um nú frammi fyr­ir, með gríðarlegu tjóni fyr­ir þjóðarbúið, var fyr­ir­séður.

Í ljósi harka­legra viðbragða um­sagnaraðila, og er þá á eng­an hallað þó að sér­stak­lega sé bent á um­sögn Sam­taka iðnaðar­ins, virðast stjórn­ar­flokk­arn­ir ætla að kaupa sér frið frá mál­inu með því að gera tvær breyt­ing­ar.

Ann­ars veg­ar að stytta líf­tíma lag­anna í 12 mánuði úr 24 og hins veg­ar að hafa þann hátt á að um­hverf­is­ráðherra sjálf­ur verði í hlut­verki skömmt­un­ar­stjóra rík­is­ins en ekki full­trúi hans orku­mála­stjór­inn.

En hverju skipta þess­ar breyt­ing­ar í raun? Lög­in verða auðvitað bara fram­lengd að 12 mánuðum liðnum, enda eng­in breyt­ing fyr­ir­séð inn­an þess tíma og svo aft­ur og aft­ur. Hvað skömmt­un­ar­stjór­ann varðar, þá er það bitamun­ur en ekki fjár hvort und­irmaður ráðherr­ans tek­ur ákvörðun­ina eða ráðherr­ann sjálf­ur að feng­inni ráðgjöf und­ir­manns­ins.

Verst er þó, fyr­ir hags­muni lands og þjóðar, að með nú­ver­andi rík­is­stjórn er senni­lega póli­tísk­ur ómögu­leiki í því fólg­inn að færa þessi mál til betri veg­ar.

En nú vill svo til að þing­flokk­ar Miðflokks­ins og Viðreisn­ar hafa boðið fram stuðning sinn við þær orku­öfl­un­araðgerðir sem til gagns geta orðið og vit er í, en það gerðist með yf­ir­lýs­ingu í þing­inu á mánu­dag­inn. Staðan er því sú að rúm­ur þing­meiri­hluti er fylgj­andi auk­inni orku­fram­leiðslu, staðan er að minnsta kosti 37-26 með auk­inni orku­öfl­un, senni­lega er stuðning­ur­inn enn meiri.

Þing­flokk­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru því í þeirri snúnu stöðu að þing­meiri­hluti er tryggður, vilji þeir þiggja stuðning­inn, til að keyra í gegn aðgerðir sem geta bætt stöðu orku­mála. Vand­inn er sá að eins og í hval­veiðimál­inu forðum eru orð ódýr, flokk­arn­ir vilja áfram halda í hönd VG, sem virðist hafa neit­un­ar­vald í öll­um mál­um er varða aukna verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft eru það því þing­flokk­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem sitja uppi með skömm­ina á meðan staðan breyt­ist ekki, vinstri græn­ir eru jú bara að fylgja póli­tískri stefnu sinni og eru að ná ár­angri.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is