Sjónvarpslausir fimmtudagar

#11 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 24.11.2022

Lofslagsbótasjóður ríku þjóðanna – Útlendingamál í ólestri og tvíræð skilaboð stjórnvalda – Skipulögð glæpastarfsemi - Pólitíska HM-hornið.

Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í vikunni.
Bergþór fer yfir það furðuverk sem lofslagsbótasjóður Sameinuðu þjóðanna stefnir í að verða. 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári settir í samhengi, hver má ætla að hlutur Íslands verði?
Enn senda stjórnvöld misvísandi skilaboð í útlendingamálum. Á sama tíma og fjármálaráðherra segir að ekki megi rugla saman útlendingamálum og vinnumarkaðsmálum leggur félagsmálaráðherra til sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs.
Skipulagða glæpastarfsemi ber á góma og margt annað.
Í HM-horninu er svo farið í saumana á opnunardögum HM í Katar, furðuræðu forseta FIFA, sýndarmennskuna með fyrirliðabandið, undarlegar ákvarðanir þýskra og auðvitað eru úrslitin greind. Og Ronaldo, það má ekki gleyma Ronaldo.

Hlustaðu á þáttinn hér