Sjónvarpslausir fimmtudagar #44 - 6.9.2023

Sjónvarpslausir fimmtudagar #44 – 6.9.2023

HLUSTA HÉR eða gegnum SPOTIFY

 

Hvalveiðar og mótmæli vegna þeirra
• Konurnar í tunnunum og heimsendingaþjónusta lögreglunnar sem var ekki að virka.
• Sýndi lögreglan álíka hörku og lögreglan í Íran? Er líklegt að lögregluaðgerðin hafi stýrst af kynþáttafordómum?

Ríkisfjármálin:
• Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eru þær nægjanlegar, eða bara alls ekki.
• Ólík sýn Bergþórs og Bjarna á tillögur fjármálaráðherra.

Útlendingamál:
• Könnun Maskínu - Flestum finnst of margir flóttamenn á Íslandi.
• Hælisleitandi sem fór huldu höfði var með 2 milljónir í seðlum á sér.

Lundaveiðar í Drangey
• Sölubann á lunda – Umhverfisráðherra setur saman hóp sem allir fá að vera í nema lundaveiðimenn.

Loftslagsmál:
• Bretar ganga af göflunum í loftslagsmálum, rétt eins og umhverfisráðherra í grein um Miðflokkinn og loftslagsmál í Morgunblaðinu.

Úrval vikunnar:
• Sameining framhaldsskóla MA og VMA.
• Hópeflisferð Reykjavíkurborgar.