Sjónvarpslausir fimmtudagar #47 - 28.9.2023

Neðangreindir hlekkir taka þig beint inn á þátt númer 47 af Sjónvarpslausum fimmtudögum

PODBEAN   SPOTIFY

Guðmundur Ingi Guðbrandsson slekkur á litla útlendingafrumvarpinu með samningi við Rauða krossinn um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, umsækjendur sem hafa áður hafnað að vinna með stjórnvöldum.
 
Hefur RUV gefist upp á að fjalla um stjórnmál? Nýja-Silfrið, er það á vetur setjandi?
 
Andstaðan við Borgarlínu eykst – framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. sendir innviðaráðherra pillu.
 
Samkeppniseftirlitið og ólöglegi samningurinn við matvælaráðuneytið – Stjórnarformaður hengir forstjóra út til þerris.
 
Gjaldþrota Reykjavíkurborg – er verið að undirbúa eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga?
 
Báknið þenst út – forsætisráðherra mælir fyrir stofnun Mannréttindastofnunar Íslands.
 
Og að sjálfsögðu; nöldurhornið!