Viðburðir síðustu daga

Það hefur verið mikið um flotta viðburði síðustu vikur hjá Miðflokksfélögum og deildum.

Konurnar og karlarnir héldu sitthvort kvöldið fyrir stuttu.
Konurnar hittust í Hamraborginni þar sem þær snæddu saman kvöldverð og höfðu gaman, en Miðflokkskonur hafa verið duglegar að hittast reglulega.
Karlarnir hittust einnig í Hamraborginni og borðuðu saman saltkjöt, baunir og hrossabjúgu sem Þorsteinn Sæmundsson matreiddi af mikilli list.

Vigdís Hauksdóttir hélt svo sitt árlega kransanámskeið þar sem konur og karlar lærðu að búa til aðventukrans.

 

 

Miðflokksfélögin í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi stóðu svo fyrir flottum Jóladögurði sem heppnaðist mjög vel. 
Spiluð var jólatónlist, Ómar Már Jónsson sagði jólasögu og borðað var jólamat.