Vöfflukaffi laugardaginn 25 nóv. með Vigdísi Häsler framkv.stjóra Bændasamtakanna

Vigdís Häsler framkv.stjóri Bændasamtakanna
Vigdís Häsler framkv.stjóri Bændasamtakanna

Vigdís Häsler framkv.stjóri Bændasamtakanna ætlar að heimsækja okkur í vöfflukaffi n.k. laugardag 25. nóv frá kl. 10-12 og kynna fyrir okkur stöðu bænda og landbúnaðar almennt í Íslandi í dag.  Mikil umræða hefur verið í gangi að undanförnu vegna erfiðrar stöðu bænda sem ekki verður búið við mikið lengur.  Hvernig á að bregðast við?  Vigdís fer yfir það með okkur.