638 daga bið

Mitt í lokaund­ir­bún­ingi jóla leit­ar hug­ur­inn stund­um frá verk­efna­lista heim­il­is­ins yfir í raun­heima – hvað tek­ur við á nýju ári, hvað er fram und­an?

Margt kem­ur þá vita­skuld upp í hug­ann, mis­merki­legt, en mig lang­ar rétt að tæpa á stóru mynd­inni – hvað blas­ir við ís­lenskri þjóð, hvað er of­ar­lega í huga margra – jú rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og áhrif þess fyr­ir okk­ur öll.

Það er nefni­lega ekk­ert grín að sitja und­ir rík­is­stjórn sem stýr­ir land­inu þannig að sí­fellt þreng­ir að at­vinnu­líf­inu, um­bylta á góðum og gild­um kerf­um, kæfa vax­andi at­vinnu­grein­ar, slökkva ljós­in sök­um orku­skorts og eng­in áform í aug­sýn um að virkja. Al­gert stjórn­leysi í út­lend­inga­mál­um og landa­mær­in nán­ast opin hverj­um sem hugn­ast að bera hér að garði, óháð því hvað við get­um hjálpað mörg­um svo vel sé og hverj­ir eigi raun­veru­lega rétt á vernd. Heil­brigðis­kerfið þró­ast jafnt og þétt til verri veg­ar og er svo þungt í vöf­um að varla hef­ur sést til heil­brigðisráðherr­ans, svo týnd­ur er hann. Sum­ir hafa svo gert því skóna að Greta Thurn­berg sé í raun um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra Íslands og báknið bara vex og vex.

En af hverju er ég svona nei­kvæður – á maður ekki að vera glaðhlakka­leg­ur svona í aðdrag­anda jóla? Jú, en það skipt­ir samt máli að láta ekki glepj­ast. Láta ekki enn annað at­vikið draga at­hygl­ina frá því sem mest er um vert – hvort sem það kem­ur til af Covid-19, enn einu eld­gos­inu eða hvað það heit­ir næst.

Ræðum stjórn­mál­in í jóla­boðunum. Finnst okk­ur í lagi að sitja með hend­ur í skauti og sigla sof­andi að feigðarósi í 638 daga til viðbót­ar? Við erum búin með rúm sex ár af þessu, nú eru rauð ljós far­in að blikka á öll­um víg­stöðvum og kom­inn tími til að grípa í taum­ana. Það þarf að stýra þessu skipi í ör­ugga höfn fyr­ir land og þjóð.

Síðasti mögu­legi laug­ar­dag­ur fyr­ir kosn­ing­ar inn­an kjör­tíma­bils­ins er 20. sept­em­ber 2025. Þangað til eru 638 dag­ar. Þeir gætu orðið lang­ir. Ekki stend­ur til að kjósa að vori eins og mörg­um þætti eðli­legt, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði hér um árið efn­is­lega að eng­in ástæða væri til að gefa frá sér völd­in sem menn hefðu bar­ist fyr­ir, fyrr en lög krefðu.

Rík­is­stjórn­in mun sitja þangað til henni er ýtt út, í kosn­ing­um. Flokk­arn­ir sem hana mynda vita vel hver staða þeirra er hjá þjóðinni, það þarf ekki að líta lengra en til síðustu kann­ana sem birt­ar hafa verið.

Það þarf að tryggja orku­ör­yggi, verðmæta­sköp­un, út­flutn­ings­vöxt, lága skatta, meira frelsi og tæki­færi fyr­ir Íslend­inga. Það þarf að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann. Það mun­ar um Miðflokk­inn í þeim efn­um.

Ég óska lands­mönn­um gleðilegra jóla og far­sæld­ar á nýju ári – von­andi öll laus und­an viðjum rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is