Fáir vinir skattgreiðenda

Fáir vinir skattgreiðenda

Miðvikudagur, 24. janúar 2024
 

Þeir eru fáir vin­ir skatt­greiðenda á Alþingi. Stjórn­leysi rík­is­út­gjalda hef­ur verið gegnd­ar­laust und­an­far­in ár og virðist þá einu gilda hvort upp­hæðirn­ar eru stór­ar eða smá­ar.

Mig lang­ar til að nefna hér tvö lít­il dæmi þar sem rétt er að ef­ast um að mönn­um sé sjálfrátt og velta því upp um leið hvort virðing­ar­leysið gagn­vart skatt­fé sé orðið al­gert.

Fyrst er að nefna frétt­ir af kaup­um rík­is á upp­runa­vott­orðum fyr­ir 100 millj­ón­ir á ári, en sagt var frá vit­leys­unni í Viðskipta­blaðinu. Hver tek­ur svona ákvörðun? Hvers vegna ætti ís­lenska ríkið að kaupa slík af­láts­bréf þegar all­ir vita að ís­lenska ork­an er eins græn og hún get­ur verið? Hafa menn ekk­ert betra við pen­ing­ana að gera?

Næst verð ég að nefna gott dæmi úr fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir 2024 en þar er sér­stak­ur út­gjaldaliður sem ber heitið „Flutn­ing­ur Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Hvassa­hraun“. Er sem sagt hálf­gjaldþrota Reykja­vík­ur­borg að henda tug­um millj­óna í flutn­ing Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Hvassa­hraun? Völl­ur­inn er bara alls ekki á leiðinni þangað – á því svæði hafa menn nú um stund­ir meiri áhyggj­ur af hraun­flæði en flugskil­yrðum.

Þetta eru ekki stærstu töl­urn­ar í fjár­lög­um eða fjár­hags­áætl­un rík­is og borg­ar, en ákv­arðan­irn­ar sýna glögg­lega hvað fáir taka til varna fyr­ir fólkið og fyr­ir­tæk­in í þessu landi. Pen­ing­un­um er hrein­lega eytt í vit­leysu.

Fyr­ir­staðan gagn­vart nýj­um skött­um og gjöld­um er sömu­leiðis eng­in, hvert sem litið er. Alls staðar eru tæki­færi til „tekju­öfl­un­ar rík­is­ins“ en þær krón­ur eru auðvitað tekn­ar úr vasa skatt­greiðand­ans.

Gott dæmi er fyrsta verk­efnið sem unnið var í tengsl­um við yf­ir­stand­andi jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesi – sett­ur var á nýr skatt­ur til að byggja varn­argarðinn. Fjár­málaráðherr­ann nú­ver­andi sagði skatt­inn tíma­bund­inn en nú er ljóst sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­um for­sæt­is­ráðherra að þessi skatt­ur er kom­inn til að vera. Og við vit­um öll hver ræður á þessu stjórn­ar­heim­ili.

Að end­ingu horf­ir þessi rík­is­stjórn með blinda aug­anu á út­lend­inga­mál­in – milli þess sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins slær um sig með dig­ur­barka­leg­um yf­ir­lýs­ing­um sem all­ir vita að eng­in inni­stæða er fyr­ir að fram­kvæma. En í mála­flokk­inn fara svo 15 millj­arðar, eða 15 þúsund millj­ón­ir úr vös­um skatt­greiðenda, bara á þessu ári. Það get­ur seint tal­ist eðli­legt hjá svo lít­illi þjóð?

Allt ber þetta að sama brunni. Ríki og borg fara ekki vel með þá fjár­muni sem tekn­ir eru af heim­il­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins.

Við vin­ir skatt­greiðenda mun­um þó áfram standa vakt­ina og spyrna við fót­um í þingsal og ann­ars staðar. Það vant­ar allt aðhald í rík­is­rekstri, það vant­ar alla skyn­semi í stærstu mála­flokka stjórn­valda og það vant­ar ein­fald­lega á köfl­um öll tengsl við raun­veru­leik­ann.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is