Hvert er í raun erindi ríkisstjórnarinnar?

For­menn stjórn­ar­flokk­anna sett­ust niður í byrj­un vik­unn­ar og ræddu stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Dag­mál­um mbl.is.

Í byrj­un þátt­ar reyndi for­sæt­is­ráðherra að draga fram hvert er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri á þess­um tíma­punkti, en tókst ekki bet­ur til en svo að hún mundi bara rök­in eins og þau lágu 2017, enda er er­ind­is­leys­an nú um stund­ir öll­um ljós.

Efn­is­atriðin sem for­sæt­is­ráðherra nefndi sem er­indi stjórn­ar­inn­ar, frá upp­hafi til dags­ins í dag, eru: a) upp­bygg­ing innviða, b) að bæta kjör al­menn­ings og c) að „end­ur­heimta“ póli­tísk­an stöðug­leika.

Þá er von að spurt sé; hvernig hef­ur gengið?

Innviðaráðherra hef­ur misst út úr sér að það hafi gengið vel og vakti það nokkra kátínu. Nýr ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur metið það sem svo að það sé mik­il­vægt fyr­ir land og þjóð að stjórn­in haldi áfram á meðan kjör­tíma­bilið end­ist og for­sæt­is­ráðherra virt­ist telja allt í lukk­unn­ar velst­andi inn­an stjórn­ar­inn­ar.

For­sæt­is­ráðherra varð að vísu ósam­mála sjálfri sér und­ir lok sama dags og viðtalið birt­ist þegar kallað var eft­ir áliti henn­ar á rúllandi fylg­is­falli Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Þá var skýr­ing­in sú að „ágrein­ing­ur sem verið hef­ur á milli stjórn­ar­flokk­anna sé ekki endi­lega að falla þjóðinni í geð“. Þar komið það.

En aft­ur að kjarna­er­indi stjórn­ar­inn­ar, þess­um þrem­ur áherslu­atriðum:

a) Upp­bygg­ing innviða hef­ur gengið svo vel að all­ar stærri fram­kvæmd­ir eru langt á eft­ir áætl­un og sum­ar hafa sprungið þannig út hvað kostnað varðar að vart finn­ast lýs­ing­ar­orð til að ná utan um kostnaðar­vöxt­inn. Biðlist­ar eru flest­ir lengri en nokkru sinni. Viðbygg­ing­in við Hring­braut hef­ur vaxið svo í kostnaði að undr­um sæt­ir. Sam­göngusátt­mál­inn er fall­inn sam­an og upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila er í engu sam­ræmi við það sem lagt var upp með og áfram mætti telja.

b) Bætt kjör al­menn­ings voru núm­er tvö í upp­taln­ingu for­sæt­is­ráðherra. Töl­urn­ar litu ágæt­lega út fram­an af fyrra kjör­tíma­bili stjórn­ar­inn­ar, en gúmmítékk­ar í formi pen­inga­prent­un­ar í heims­far­aldri koma lands­mönn­um nú í vand­ræði með hárri verðbólgu og him­in­há­um stýri­vöxt­um.

Enn vek­ur furðu að fyr­ir­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar stæri sig af því að kaup­mátt­ur hafi auk­ist á árum far­ald­urs­ins. Þegar at­vinnu­líf lands­ins hafði verið sett í hæga­gang. Auðvitað hlaut að koma að því að sú pen­inga­prent­un, sá gervi-kaup­mátt­ur, hreinsaðist út í gegn­um verðbólgu. Annað gat ekki gerst.

c) Í þriðja lagi nefndi for­sæt­is­ráðherra mik­il­vægi stjórn­ar­inn­ar fyr­ir póli­tísk­an stöðug­leika. Ef nú­ver­andi ástand inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar ber merki um stöðug­leika, má ég þá biðja um smá hefðbund­inn óróa.

Það blas­ir við að rík­is­stjórn­ina er þrotið ör­endið, nú er fyrsti tím­inn best­ur fyr­ir hana að safn­ast til feðra sinna, landi og þjóð til heilla.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is