Nú sameinumst við öll um eitt, framtíð Grindvíkinga

Nú sameinumst við öll um eitt, framtíð Grindvíkinga

Mánudagur, 15. janúar 2024
 

Við upp­lif­um nú hrika­lega at­b­urði. At­b­urði sem fara í sögu­bæk­urn­ar til allr­ar framtíðar.

Það er erfitt að skrifa grein um slíkt þegar það er nýhafið. Þegar ég hóf skrif með annað augað á út­send­ingu frá elds­um­brot­un­um sá ég að hraunið var komið nærri húsi vina­fólks í Grinda­vík.

Ég beið í von um að at­b­urðarás­in skýrðist og vonaði að það drægi úr hraun­flæðinu en þegar þetta er skrifað rík­ir enn al­gjör óvissa um framtíð Grind­vík­inga.

Bæj­ar­bú­ar hafa mátt þola hrylli­legt ástand og viðvar­andi óvissu mánuðum og árum sam­an. Nú vit­um við að von­ir okk­ar um að þetta liði allt hjá án frek­ara tjóns eru að engu orðnar.

Við blas­ir ástand sem við höf­um ekki upp­lifað í 50 ár, eða frá því að gaus í Heima­ey.

Á neyðar­tím­um standa Íslend­ing­ar sam­an, all­ir sem einn. Það mun­um við gera núna. En nú þegar áfall er orðið, þótt óvissa ríki enn, skul­um við öll sverja þess dýr­an eið að þær raun­ir sem Grind­vík­ing­ar eru að ganga í gegn­um gleym­ist ekki eða missi vægi eft­ir að um­brot­un­um lýk­ur.

Ein­setj­um okk­ur að tryggja framtíð Grind­vík­inga og Grinda­vík­ur hversu lang­an tíma sem það tek­ur og hvað sem síðar kann að grípa at­hygl­ina.

Grind­vík­ing­ar þurfa á stuðningi okk­ar að halda en þeir þurfa líka alla þá vissu sem hægt er að veita í óvissu­ástandi. Vissu um að þjóðin öll, stjórn­mála­menn, stjórn­kerfið og al­menn­ing­ur muni standa með þeim. Lof­orð um að við sam­ein­umst um að bæta tjón eins og kost­ur er og lof­orð um að sam­fé­lag með sögu sem hófst fyr­ir meira en 1000 árum muni lifa áfram, sama hvar og hvernig það verður.

Á næstu miss­er­um þarf allt að snú­ast um Grind­vík­inga, það mun kalla á að stjórn verði náð á mála­flokk­um sem hafa verið stjórn­laus­ir. Það kall­ar á nýja for­gangs­röðun og end­ur­mat út­gjalda og það kall­ar á þraut­seigju eins og þá sem Grind­vík­ing­ar hafa sýnt.

Heima­ey reis úr ösk­unni en and­lega áfallið sem fólk mátti þola lif­ir enn með mörg­um. Þannig verður það líka meðal Grind­vík­inga. Þrátt fyr­ir þraut­seigj­una munu grind­vísk­ar fjöl­skyld­ur þurfa aðstoð sam­fé­lags­ins á mörg­um sviðum.

Hana mun­um við veita nú og til framtíðar. Ein­ung­is þannig get­um áfram kallað okk­ur Íslend­inga.