Kvöldvaka Miðflokksins á Akureyri

Verið hjartanlega velkomin á kvöldvöku Miðflokksins á Akureyri laugardaginn 18. september kl. 19:00.
 
Kvöldvakan verður haldin á kosningaskrifstofu Miðflokksins að Glerárgötu 20, 2. hæð.
 
Dagskráin verður ekki af verri endanum; Stebbi Jak, pöbb kviss o.fl. skemmtiatriði.
Boðið verður upp á drykki og léttar veitingar.
 
Sigmundur Davíð og efstu frambjóðendur á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi verða á staðnum.
Það er öllum velkomið að mæta og eiga skemmtilegt kvöld með okkur.