Oddvitakjör í Reykjavíkurkjördæmi suður

Tillaga uppstillinganefndar að framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var ekki samþykkt á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 

Stjórn félagsins hefur í því ljósi tekið ákvörðun um að boða til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um val á oddvita, þar sem félagsmenn geta tekið afstöðu til þeirra frambjóðenda sem sóst hafa eftir að leiða listann í kjördæminu.  

Kosið verður föstudaginn 23. júlí og laugardaginn 24. júlí, 2021.

Kjörstaður er í húsnæði Miðflokksins að Hamraborg 1 í Kópavogi (3. hæð) eða með rafrænum skilríkjum (hlekkur verður sendur  á þá sem eru á kjörskrá).

Kjörstaður að Hamraborg verður opinn kl. 10:00 - 17:00 báða dagana.

 

Kjörskrá hefur verið lokað.

 

Atkvæðisrétt  hafa allir félagar í Miðflokksfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður sem stóðu skil á félagsgjaldi til Miðflokksins og voru skráðir í félagið fyrir kl. 10:00 þann 21. júlí.

Stjórn Kjördæmafélags Reykjavíkurkjördæmis suður