Opnun kosningaskrifstofu í Hafnarfirði

Opnun kosningaskrifstofu Miðflokksins í Hafnarfirði.

Þriðjudaginn 21. september kl. 16:00 opnar Miðflokkurinn kosningaskrifstofu að Helluhrauni 22 í Hafnarfirði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins verður á staðnum ásamt efstu frambjóðendum á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi (Kraganum).

Kaffi og kökur verða á boðstólnum fyrir gesti og gangandi.

Allir velkomnir!