Fréttabréf Miðflokksins 8. maí, 2020

 

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS

8. maí, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
 
OPNUNARTÍMAR
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00
 

 


VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR


LAUGARDAGSSPJALL MEÐ FJÓLU & GOLÍAT, laugardaginn 9. maí, kl. 13:00

Fjóla og Golíat mæta aftur til leiks á morgun, laugardaginn 9. maí  kl. 13:00 - 14:00 og fá til sín góða gesti frá Suðurnesjum.

Gestir þáttarins að þessu sinni verða þau Birgir Þórarinsson alþingismaður, Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi okkar í Reykjanesbæ og Didda Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi okkar í Grindavík.

Hér er linkur á fundinn á Zoom, en þættinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á Facebooksíðu Miðflokksins.

Hægt er að senda inn spurningar fyrir þáttinn á midflokkurinn@midflokkurinn.is fyrir klukkan 11:00 á laugardaginn, en einnig er hægt að senda inn spurningu á meðan á fundinum stendur bæði á facebook og zoom.

Allir velkomnir!

 Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

  


MIÐVARPIÐ ER KOMIÐ Á SPOTIFY!

Miðvarp Miðflokksins er nú komið á spotify og er þar hægt að hlusta á alla spjallþætti Fjólu og Golíats hvenær og hvar sem er.

Endilega "followið" Miðvarpið á Spotify til að missa ekki af nýjum þáttum sem munu koma út með jöfnu millibili í sumar.

  


MIÐFLOKKSKONUR Á FACEBOOK

Miðflokkskonur hafa verið duglegar að hittast í spjall, kvöldmat og alls kyns skemmtilegheit í vetur við góðar undirtektir og nú hefjast hittingar að nýju eftir smá pásu vegna samkomubannsins.

Við viljum vekja athygli á facebooksíðunni Miðflokkskonur þar sem eru upplýsingar og spjall um hittinga Miðflokkskvenna sem eru á dagskránni á næstunni.

Áhugasamar Miðflokkskonur eru hvattar til að gerast meðlimir með því að smella á Join Group á facebook síðunni.

 Allar konur innilega velkomnar!

 


SIGMUNDUR DAVÍÐ ER OKKAR UPPÁHALDS SÁÁ ÁLFUR

Álfasala SÁÁ fer fram með rafrænum hætti í ár og eru álfarnir nú mættir á netið í hinum ýmsu útgáfum.

Sigmundur Davíð er einn af þeim þjóðþekktu einstaklingum sem leyfðu SÁÁ að búa til álf í sinni mynd til að styrkja gott málefni og auðvitað er hann okkar uppáhalds álfur í ár.

Smellið hér til að skoða og/eða kaupa Miðflokksálfinn Sigmund Davíð.

Hver er þinn uppáhalds SÁÁ álfur?

 

 


 FRÉTTIR AF ÞINGINU


Í vikunni voru fjórir þingfundardagar.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tók Bergþór Ólason þátt. 

Bergþór spurði forsætisráðherra um kostnað fyrirtækja vegna eftirlits.

Hann spurði einnig fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við nýjan Landspítala.

 

Í störfum þingins tóku Þorsteinn Sæmundsson, Sigurður Páll Jónson, Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson þátt.

Þorsteinn ræddi um vísitölu neysluverðs.

Hann ræddi einnig um stöðu leigubílstjóra.

 

Sigurður Páll Jónsson ræddi um ástand í grásleppuveiðum.

Karl Gauti Hjaltason ræddi um efnahagsmál á tímum Covid-19.

Birgir Þórarinsson ræddi um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga.

 

 Í vikunni var umræða um skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.

Birgir Þórarinsson og Gunnar Bragi Sveinsson tóku til máls í umræðunni.

 

Í vikunni var 2.  umræða  og atkvæðagreiðsla um fjáraukalög 2020. Birgir Þórarinsson er með breytingartillögu um fjáraukalögin.

Ræðu Birgis má sjá hér við fjáraukalögin.

Breytingartillöguna má sjá hér.

 

Á þingfundi á mánudaginn var 1. umræða um loftlagsmál (skuldbindingar og losunarheimildir), hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, plastvörur) og svæðisbundin flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara). Þingmenn okkar voru duglegir að taka þátt í umræðunum um þessi mál.

 

Á þingfundi á þriðjudaginn var 2. umræða um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga, brottfall ýmissa laga (úrelt lög) og vernd uppljóstrara.

Til 1. umræðu var samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, kyrrsetning lögbann o.fl. (lögbann á tjáningu) og útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).

 

Á þingfundi á miðvikudaginn voru tveir þingfundir.  Á fyrri þingfundi voru atkvæðagreiðslur og framhald umræðana.

Á seinni þingfundinum var á dagskrá 2. umræða um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, fyrri umræður á breytingum á EES-samningnum, 1. umræða um utanríkisþjónustu Íslands (skipun embættismanna) og 1. umræða um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi).

 

Á fimmtudaginn var á dagskrá þingfundar framhald 2. umræðu um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ásamt atkvæðagreiðslum um önnur mál.

  


GREINAR OG PISTLAR


Grein eftir Svein Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 30. apríl, 2020

Atvinnumál þjóðar í þrengingum - hvert stefnir?


Grein eftir Bergþór Ólason og Sigurð Pál Jónsson, þingmenn okkar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist í Skessuhorni, Bæjarins Besta og á Feyki.is þann 4. maí, 2020

Grafalvarleg staða grásleppuveiða


Pistill eftir Bergþór Ólason þingmann Miðflokksins.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 8. maí, 2020

Borgar-lína-sig?


  

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:

         

 

 Fréttabréf Miðflokksins 
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:  Íris Kristína Óttarsdóttir
Fréttir af þinginu:  Fjóla Hrund Björnsdóttir
Ef þú lumar á fréttum eða myndum úr flokksstarfinu má senda þær á netfangið iriso@althingi.is