Æsifréttir og fleiri ríkisfjölmiðlar

Ég hugsa til starfs­manna Sam­herja sem horfa nú á stríðsfyr­ir­sagn­ir um fyr­ir­tækið og stjórn­end­ur þess. Sér­stakt sam­band virðist milli Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar enda er oft sagt að lík­ur sæki lík­an heim. Hvort eitt­hvað er til í þeim ásök­un­um sem komið hafa fram verður framtíðin að leiða í ljós og hugs­an­lega dóm­stól­ar. Sem bet­ur fer dæma ekki fjöl­miðlar eða þeir sem hrópa á torg­um í máli þessu held­ur dóm­stól­ar, gangi málið til þeirra. Rík­is­út­varpið og Stund­in hafa áður sængað sam­an og þá mat­reitt mál­in eft­ir eig­in höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eft­ir heild­ar­mynd­inni áður en op­in­ber­ar af­tök­ur hefjast. Auðvitað von­ar maður að það taki ekki of lang­an tíma að rann­saka málið og að starfs­menn Sam­herja haldi áfram stolt­ir að búa til gjald­eyri fyr­ir þjóðina.
 

Ef til vill telja ein­hverj­ir fjöl­miðlar það skyldu sína að mat­reiða frétt­ir í sem mest­um æsifrétta­stíl ef heild­ar­mynd­in er ekki nógu hneyksl­an­leg. Þá er ekki spáð í neitt annað en áhorfstöl­ur, lest­ur, flett­ing­ar og „klikk“ á vefsíðum. Það kem­ur einnig fyr­ir að ein­stak­ling­ar sem þrá lítið annað en at­hygli fái mikið pláss án þess að nokkuð sé í raun að frétta og þá loka óvandaðir fjöl­miðlar aug­un­um fyr­ir hræsni viðkom­andi þar sem til­gang­ur­inn helg­ar meðalið.

Það er slæmt fyr­ir okk­ur öll þegar eitt af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­um lands­ins er sakað um vafa­sama viðskipta­hætti. Eðli­legt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyr­ir það. Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­skyld­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­skyldufaðir­inn eða móðirin bland­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­um. Æsing­ur fjöl­miðils­ins til að ná at­hygl­inni er stund­um svo mik­ill að annað skipt­ir ekki máli. At­hygliskeppn­in er eins og aur­skriða sem engu eir­ir og síst sann­leik­an­um sem kannski kem­ur í ljós seint og um síðir.

Á þá ekki að upp­lýsa um það sem miður fer eða þegar lík­ur eru á ein­hverju broti? Jú, svo sann­ar­lega en hvernig það er gert skipt­ir máli.

Alþingi ræddi fjár­lög í gær þar sem stjórn­ar­andstaðan flutti fjöl­marg­ar breyt­inga­til­lög­ur sem all­ar voru felld­ar af stjórn­ar­flokk­un­um.

Miðflokk­ur­inn lagði m.a fram til­lögu um að hætt yrði við að rík­i­s­væða fjöl­miðla á einka­markaði en stjórn­ar­flokk­arn­ir leggja til að 400 millj­ón­ir króna renni til miðla á einka­markaði. Gal­in hug­mynd þegar ríkið er nú þegar að setja 5 þúsund millj­ón­ir króna í rík­is­rek­inn fjöl­miðil. Það að reyna að koma öll­um fjöl­miðlum á rík­is­spen­ann minn­ir óþægi­lega á sam­fé­lög þar sem stjórn­völd reyna að stýra öll­um fjöl­miðlum.

Fjöl­miðlar verða að geta starfað án rík­is­styrkja. Miðflokk­ur­inn mun á næst­unni kynna hug­mynd að því hvernig efla megi einka­rekna fjöl­miðla án þess að binda þá á rík­is­jöt­una.

 

Höf­und­ur: Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Miðflokksins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 15. nóvember, 2019