Bjargar Bjarni borgarlínunni?

Ég skrifaði þrjár grein­ar hér í blaðið um borg­ar­línuæv­in­týrið í sum­ar. Þar setti ég í sam­hengi að ekki væri skyn­sam­legt að setja 250 millj­arða af skatt­fé í úr­elta lausn, spurði hvort borg­ar­lín­an mætti kosta hvað sem er og minnti svo á hver borg­ar þetta allt á end­an­um.

Mat mitt var því miður að í haust yrði staðan óbreytt. Sam­göngusátt­mál­inn yrði upp­færður, en ekki end­ur­skoðaður, eins og innviðaráðherra orðaði það. Fjár­aust­ur úr op­in­ber­um sjóðum héldi áfram sem stjórn­laus væri og viðbót­ar­gjald­taka (tafa­gjöld) ofan á hina gríðar­miklu gjald­töku sem um­ferð er nú þegar und­ir­orp­in (og búið er að til­kynna) yrði auk­in enn meira en áætlað var.

En þá glitti í ör­lítið ljós, fjár­málaráðherr­ann Bjarni Bene­dikts­son birti góða grein hér í Morg­un­blaðinu hinn 7. sept­em­ber sl. þar sem veru­leik­inn í kostnaðarþróun borg­ar­línu var teiknaður upp. Sagði hann 140 viðbót­armillj­arða þegar lenta í fangi rík­is­sjóðs vegna sátt­mál­ans. Og þá er rekst­ur­inn eft­ir.

Fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf. Davíð Þor­láks­son var ekki lengi að segja þetta eng­in tíðindi. Það var og, enda virðist hann aldrei kippa sér upp við tug­millj­arða kostnaðar­auka fyr­ir skatt­greiðend­ur í þessu verk­efni sem hann stýr­ir.

Eini gall­inn við grein fjár­málaráðherra er að hann held­ur áfram að tala í út­færsl­um markaðsmann­anna um kostnaðar­skipt­ingu borg­ar­lín­unn­ar. Hann seg­ir þannig borg­ar­línu­hluta sam­göngusátt­mál­ans hafa farið úr 67 millj­örðum (upp­fært m.v. vísi­tölu Vega­gerðar­inn­ar) í 126 millj­arða, en ofan á þá tölu ber auðvitað að bæta svo­kölluðum Sæ­braut­ar­stokki og Miklu­braut­ar­stokki. Þá er tal­an kom­in í um 200 millj­arða og enn tölu­verð óvissa eft­ir.

Lík­leg­ast er að mat fjár­málaráðherra á kostnaðinum við borg­ar­lín­una, upp á um 200 millj­arða, klóri sig hratt og ör­ugg­lega upp í 250 millj­arðana sem ég spáði, í síðasta lagi við verk­hönn­un og útboð.

Fjár­málaráðherra bend­ir svo á að kostnaður vegna ný­fram­kom­inn­ar kröfu sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um aðkomu rík­is­sjóðs að rekstri borg­ar­línu/​Strætó bs. sé nú­virt­ur um 40 millj­arðar, eða 3,6 til 4,9 millj­arðar á ári. For­senda fyr­ir samþykkt laga um Betri sam­göng­ur ohf. var að rík­is­sjóður kæmi ekki að rekstri borg­ar­línu.

En nú verður fjár­málaráðherra að spyrna við fót­um fyr­ir hönd okk­ar skatt­greiðenda. Á meðan út­gjaldaþrýst­ing­ur­inn hjá rík­is­sjóði er eins og hann er, þá er ófor­svar­an­legt að borg­ar­línu­hluti sátt­mál­ans haldi áfram eins og ekk­ert hafi í skorist.

Það eru flest­ir fylgj­andi góðum al­menn­ings­sam­göng­um, en leiðin að því marki má ekki vera vörðuð óraun­hæf­um og úr­elt­um lausn­um.

Það kem­ur í ljós í haust hvort fjár­málaráðherra fer raun­hæfu leiðina í þágu skatt­greiðenda í land­inu og slái þessa vit­leysu út af borðinu í nú­ver­andi mynd eða bjargi borg­ar­lín­unni fyr­ir horn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is