Bleikur október

Í tilefni af bleikum október hefur litnum á heimasíðu flokksins verið breytt í bleikan.  

Krabbamein kvenna snertir landsmenn alla einhvern tímann á lífsleiðinni og mikilvægt að leggjast á eitt í baráttunni og sýna samstöðu í verki með málstaðnum. Sýnileg samtaða getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.

Á Bleika deginum, föstudaginn 20 október, hvetjum við landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.