Eldhúsdagsumræður

Eldhúsdagsumræður (Almennar stjórmálaumræður) fara fram á Alþingi í kvöld, mánudaginn 7. júní kl. 19:30. 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, er fyrstur á mælendaskrá.
 
Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.
 
Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrstu umferð, Anna Kolbrún Árnadóttir í annarri og Þorsteinn Sæmundsson í þriðju umferð.
 

Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá fyrir umræðurnar í kvöld. Venju samkvæmt taka þrír þingmenn úr hverjum flokki til máls og eru þingmenn Miðflokksins fyrstir að taka til máls í öllum umferðum.