Lausn á sorpvanda okkar Íslendinga

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag og beindi fyrirspurn sinni um meðhöndlun sorps til umhverfis- og auðlindaráðherra. 

Karl Gauti hefur í þrígang flutt tillögu um að stjórnvöld kanni þann kost að reisa sorpbrennslustöð hér á landi til að leysa sorpvanda okkar Íslendinga, sjá hér: Tillaga til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar.

Hér á landi höfum við verið að urða mestallt okkar sorp, eða um 200.000 tonn árlega.  Einnig höfum við síðustu ár verið að flytja um 120.000 tonn af sorpi á ári hverju til annara landa til endurvinnslu.

Karl Gauti spurði hvaða lausnir ráðherra sæji fyrir sér í þessum efnum, sérstaklega í ljósi þess að urðun í Álfsnesi verður hætt innan tveggja ára. 

Einnig spurði hann hvort ráðherra ætli að beita sér fyrir því að sorpbrennslustöð verði reist hér á landi.  Tækni við brennslu sorps hefur fleygt fram síðustu ár og hafa flestar vestrænar þjóðir byggt umhverfisvænar sorpbrennslur í því skyni að losna við úrgang og framleiða um leið varma og raforku sem þær svo nýta. 

Hér má lesa fyrirspurn Karls Gauta í heild sinni. 

UPptöku af fyrirspurn Karls Gauta og svar ráðherra í þingsal má sjá hér