Ferðagjöf

Þriðjudaginn 9. júní var 2. umræða á Alþingi um frumvarp til laga um ferðagjöf. 

Frumvarpið var til umræðu í atvinnuveganefnd og voru Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson með nefndarálit með breytingartillögu við 2. umræðu. 

Í nefndarálitinu segir: 

„Með frumvarpinu er lagt til að stjórnvöldum verði heimilað að gefa út ferðaávísun að fjárhæð 5.000 kr. til einstaklinga sem eru fæddir á árinu 2002 eða fyrr og hafa íslenska kennitölu. Ferðaávísunina verði hægt að nýta til greiðslu hjá fyrirtækjum með starfsstöð á Íslandi til samræmis við afmörkun í 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins. Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að efla efnahagskerfið og draga úr neikvæðum áhrifum á atvinnulífið í kjölfar faraldursins og er ætlað að hvetja Íslendinga til ferðalaga innan lands og veita efnahagslífinu, þá einkum ferðaþjónustu, viðspyrnu."

Breytingartillagan var eftirfarandi:

„Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 1. mgr. 1. gr. komi: 15.000 kr."

Nefndarálitið má sjá í heild sinni hér.

Ólafur mælti fyrir nefndarálitinu og má sjá ræðu hans hér.