Flokksráðsfundur á Egilsstöðum 29. október

Laugardaginn 29. október verður flokksráðsfundur Miðflokksins haldinn á Egilsstöðum.

Dagskrá 

12:15 Afhending fundargagna
13:00 Setning og kosning starfsmanna fundarins
13:10 Ræða formanns Miðflokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar - streymt á live stream
14:00 Hlé.
Fundi lokað fyrir aðra en þá sem hafa rétt til fundarsetu
14:10 Stjórnmálaályktun kynnt
14:25 Erindi frá þingflokki
14:40 Kosning 
a) Formaður nefndar um innra starf
b) Formaður málefnanefndar 
c) Formaður upplýsinganefndar
15:30 Almennar umræður
16:30 Atkvæðagreiðsla um stjórnmálaályktun
16:45 Önnur mál
17:00 Fundarslit


Flokksráðsfundurinn verður haldinn á Hótel Valaskjálf frá kl. 13:00-17:00. 
Kvöldverðarhóf verður á Hótel Héraði kl. 19:00.
Föstudaginn 28. október verður vísindaferð um Fljótsdalshringinn.

Þingið er einungis opið fyrir fulltrúa en ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er opin fyrir alla.
Kvöldverðarhófið og vísindaferðin er opin fyrir alla.


Við hvetjum alla til að mæta í vísindaferðina og í kvöldverðarhófið sem er opið fyrir alla, skráningu lýkur föstudaginn 14. október. 

Skráning á kvöldverðarhófið og á vísindaferðina fer fram á midflokkurinn@midflokkurinn.is 


Fljótsdalshringurinn - vísindaferð, allir eru velkomnir.
Brottför frá Egilsstöðum kl. 16.00 og ekið sem leið liggur að Hallormsstað þar sem boðið verður upp á kynningu á staðnum og vöfflur. Þaðan liggur leiðin í Skriðuklaustur, þar sem við fáum leiðsögn um staðinn og fáum að gæða okkur á austfirskum krásum. Reiknað er með að ferðin taki um þrjá og hálfan klukkutíma.
Leiðsögumaður: Björn Ármann Ólafsson. 

Kvöldverðarhóf verður á Hótel Héraði og byrjar kl. 19:00, allir eru velkomnir á kvöldverðarhófið. 
Boðið verður upp á 3ja rétta kvöldverð og skemmtun fram eftir kvöldi.
Humarsúpa
Lambakjöt ásamt meðlæti
Créme brulée
Verð fyrir kvöldverðarhóf er 8.500,-

Tilboð í gistingu
Icelandair Hótel Hérað
Einstaklingsherbergi með morgunmat  20.700,- per nótt.
Tveggja manna herbergi með morgunmat 23.700,- per nótt.
Bókanir berast á herad@icehotels.is og taka fram að þetta sé vegna Miðflokksins. 

Hótel Valaskjálf
Einstaklingsherbergi með morgunmat 15.600,- per nótt.
Tveggja manna herbergi með morgunmat 19.900,- per nótt.
Bókanir berast á lobby@valaskjalf.is og taka fram að þetta sé vegna fundar Miðflokksins.