Frá Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins vegna Landsþings

Kæru félagar og vinir

 Nú líður að 4. landsþingi Miðflokksins, sem haldið verður 28. - 29. október á Hótel Nordica í Reykjavík.  Við munum þó taka forskot á sæluna föstudaginn 27. október, en þá verður boðið upp á vöfflukaffi í höfuðstöðvunum (Hamraborg 1) frá klukkan 15:00 til 17:00. Þar geta fulltrúar einnig nálgast landsþingsgög.

 Stuðningur við flokkinn okkar hefur aukist talsvert að undanförnu og í því felast mikil hvatning og tækifæri. Allt veltur þó á niðurstöðum kosninga. Eins og sakir standa munu næstu kosningar ekki aðeins skipta sköpum um stöðu og áhrif flokksins heldur þróun samfélagsins til allrar framtíðar.

 Það hefur verið ánægjulegt að heyra af fjölgun flokksmanna og árangri þeirra sem fyrir voru við að fá nýtt fólk í hópinn. Fyrir það ber að þakka og rétt að hvetja flokksmenn til dáða í þeim efnum.

 Það er okkur öllum mikilvægt að vel takist til með landsþingið. Þess hvet ég alla sem eiga þess kost til að sækja þingið og taka þátt í dagskránni, m.a. vinnu málefnahópa, skemmtun og kvöldverðarhófi.  

 Sjáumst áræðin og bjartsýn á  landsþingi Miðflokksins 27.-29. október!

 Kær kveðja,

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson