Framboðslisti Reykjavík norður samþykktur

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur með 77% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins þann 19. júlí, 2021.

Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari, leiðir listann.  Í öðru sæti er Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og í þriðja sæti er Erna Valsdóttir, fasteignasali.

Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:

1.  Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari

2.  Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg

3.  Erna Valsdóttir, fasteignasali

4.  Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari

5.  Ásta Karen Ágústsdóttir, Laganemi og dómritari

6.  Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur

7. Óttar Ottósson, kerfisfræðingur

8.  Vilborg Þórey Styrkársdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf

9.  Jón Sigurðsson, tónlistarmaður

10.  Sigurður Ólafur Kjartansson, lögfræðingur

11. Hólmfríður Þórisdóttir, íslenskufræðingur

12.  Fabiana Martins De Almeida Silva, starfsmaður í heilbrigðisþjónustu

13.  Daníel Þór Friðriksson, kennaranemi

14.  Linda Jónsdóttir, einkaþjáfari

15.  Erlingur Þór Cooper, sölumaður

16.  Bjarney Kristín Ólafsdóttir, sjúkraliði og guðfræðingur

17.  Örn Bergmann Jónsson, hótelstjóri

18.  Guðmundur Bjarnason, sölumaður

19.  Karen Ósk Arnarsdóttir, háskólanemi

20.  Birgir Stefánsson, rafvélavirki og stýrimaður

21.  Ágúst Karlsson, verkfræðingur

22.  Atli Ásmundsson, fv. ræðismaður Íslendinga í Kanada

 

Eftirfarandi tilkynning barst fundinum frá Ólafi Ísleifssyni, þingmanni Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

Til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokkins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar.

Þar sem ég verð á ferðalagi alla næstu viku hefi ég ekki tök á að sækja boðaðan fund en bið fyrir bestu kveðjur og árnaðaróskir til fundarmanna.

Með góðri kveðju,
Ólafur Ísleifsson
alþingismaður Miðflokksins í R-N