FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 12. JÚNÍ, 2020
Skrifstofa Miðflokksins
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007 Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 17:00
VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS KÓPAVOGS, mánudaginn 22. júní kl. 20
Aðalfundur Miðflokksfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 20.00 í sal hjá Catalínu í Hamraborg, Kópavogi.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Gestir fundarins verða Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður.
Stjórn Miðflokksfélags Kópavogs

GOLFMÓT MIÐFLOKKSINS verður haldið á Húsatóftavelli í Grindavík, föstudaginn 26. júní og er það Miðflokksfélag Grindavíkur sem stendur fyrir þessum skemmtilega viðburði annað árið í röð.
Mæting er kl. 15:30, en ræst verður af öllum teigum kl. 16:00 og því er mikilvægt að vera tímanlega.
Spilaðar verða 13 holur í svokölluðu Texas Scramble þar sem vanur og óvanur verða paraðir saman. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin!
Þátttökugjald er kr. 7.800 en innifalið í því verði er dýrindis ofnbakaður fiskur og meðlæti að hætti Höllu í skálanum.
Þeir sem vilja mæta og taka þátt í gleðinni, en vilja ekki taka þátt í golfinu, geta keypt sér matinn eingöngu og kostar hann kr. 3.500.
Sigmundur Davíð hefur nú þegar skráð sig til leiks og heyrst hefur að hann stefni á að ná Miðflokks-golfmeistaratitlinum úr höndum Karls Gauta og Gerðu Hammer. Það verður spennandi að fylgjast með þessu :)
Þátttakendur þurfa að leggja inn á eftirfarandi reikning fyrir 23. júní n.k. og senda kvittun á netfangið gunnarmg@sjova.is.
Banki: 0515-26-650418
KT. 650418-0850
Golf og matur: Kr. 7.800
Einungis matur: Kr. 3.500
Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér á facebook viðburði golfmótsins
Hér má sjá myndir frá mótinu í fyrra
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS NORÐVESTURKJÖRDÆMIS, laugardaginn 27. júní kl. 14
Aðalfundur Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis verður haldinn laugardaginn 27 júní kl. 14:00 á Stóru-Ásgeirsá í vestur Húnavatnssýslu.
Dagskrá:
1) Kosning fundarstjóra og ritara
2) Ávörp gesta
3) Skýrsla stjórnar
4) Lagabreytingar
5) Önnur mál
Framboð berist á netfangið
ragnar.stefan@gmail.com
Nánari upplýsingar veitir Ragnar í síma 888-4030 eða senda fyrirspurn á netfangið ragnar.stefan@gmail.com
Stjórn Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis
Miðflokkskonur heimsóttu Begga og Pacas á heimili þeirra í Álftanesinu á dögunum og áttu fjöruga kvöldstund saman. Beggi spáði fyrir viðstöddum og fór með skemmtilegar gamansögur og Pacas framreiddi dýrindis máltíð.
Hópur Miðflokkskvenna hittist reglulega og eru þær með facebookhópinn Miðflokkskonur.
Allar konur eru velkomnar.


FRÉTTIR AF ÞINGINU
Í vikunni voru þrír þingfundardagar og tveir nefndardagar.
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tóku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Sæmundsson þátt.
Sigmundur Davíð spurði fjármála- og efnahagsráðherra um samning við Reykjavíkurborg um sölu lands.
Þorsteinn Sæmundsson spurði félags- og barnamálaráðherra um ósvaraðri fyrirspurn um sölu eigna Íbúðarlánasjóðs.
Í störfum þingsins tóku Þorsteinn Sæmundsson og Karl Gauti Hjaltason þátt.
Þorsteinn ræddi um fjölda á biðlista fyrir aðgerðir.
Karl Gauti ræddi um kjör lögreglumanna.
Í vikunni var 3. umræða og atkvæðagreiðsla um frumvarp til laga um Menntasjóð Námsmanna. Anna Kolbrún Árnadóttir var með nefndarálit við frumvarpið.
Nefndarálitið má lesa hér.
Framsögu Önnu Kolbrúnar má sjá hér.
Í vikunni var 3. umræða og atkvæðagreiðsla um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Anna Kolbrún Árnadóttir var með nefndarálit við frumvarpið.
Nefndarálitið má lesa hér.
Framsögu Önnu Kolbrúnar má sjá hér.
2. umræða um frumvarp til laga um ferðagjöf var til umræðu. Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson voru með nefndarálit með breytingartillögu um frumvarpið.
Nefndarálitið má lesa hér.
Framsögu Ólafs við álitið má sjá hér.
2. umræða um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Þórarinsson var með nefndarálitið um frumvarpið.
Nefndarálitið má lesa hér.
Framsögu Birgis má sjá hér.
GREINAR OG PISTLAR
Pistill eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 6. júní, 2020
Ennþá í Keflavíkurgöngu

Grein eftir Jón Pétursson, aðstoðarmann formanns Miðflokksins. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 6. júní, 2020
Eru sjómenn venjulegir menn?

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson, þingmann Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Greinin birtist á Vísi á Sjómannadaginn 7. júní, 2020
Sjómannadagur 2020

Grein eftir Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa, sem birtist á Vísi þann 10. júní, 2020
Elítuvæðing Reykjavíkurborgar

