Fréttabréf Miðflokksins

 

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 19. JÚNÍ, 2020 

  

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

 

 

 


  VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR KÓPAVOGS, mánudaginn 22. júní kl. 20

Aðalfundur Miðflokksdeildar Kópavogs verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 20.00 í sal hjá Catalínu í Hamraborg, Kópavogi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Gestir fundarins verða Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður.

Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs

  


  

GRINDAVÍK OPEN 2020 verður haldið á Húsatóftavelli í Grindavík, föstudaginn 26. júní 

Það er Miðflokksdeild Grindavíkur sem stendur fyrir þessum skemmtilega viðburði annað árið í röð.

Mæting er kl. 15:30, en ræst verður af öllum teigum kl. 16:00 og því er mikilvægt að vera tímanlega.

Spilaðar verða 13 holur í svokölluðu Texas Scramble þar sem vanur og óvanur verða paraðir saman.  Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin!

Þátttökugjald er kr. 7.800 en innifalið í því verði er dýrindis ofnbakaður fiskur og meðlæti í skálanum. 

Þeir sem vilja ekki taka þátt í golfinu, geta keypt sér matinn eingöngu og kostar hann kr. 3.500.

Sigmundur Davíð hefur nú þegar skráð sig til leiks og heyrst hefur að hann stefni á að ná Miðflokks-golfmeistaratitlinum úr höndum Karls Gauta og Gerðu Hammer :)

Þátttakendur þurfa að leggja inn á eftirfarandi reikning fyrir 23. júní n.k. og senda kvittun á netfangið gunnarmg@sjova.is.

Banki:  0515-26-650418

KT. 650418-0850

Golf og matur:  Kr. 7.800

Einungis matur:  Kr. 3.500

Sjáumst hress á Húsatóftavelli !

Stjórn Miðflokksdeildar Grindavíkur

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS NORÐVESTURKJÖRDÆMIS, laugardaginn 27. júní kl. 14

Aðalfundur Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis verður haldinn laugardaginn 27. júní kl. 14:00 á Stóru-Ásgeirsá í vestur Húnavatnssýslu.

Dagskrá:

1)   Kosning fundarstjóra og ritara
2)  Ávörp gesta
3)  Skýrsla stjórnar
4)  Lagabreytingar
5)  Kosning stjórnar

6) Önnur mál

Framboð berist á netfangið
ragnar.stefan@gmail.com

Nánari upplýsingar veitir Ragnar í síma 888-4030 eða senda fyrirspurn á netfangið ragnar.stefan@gmail.com

Stjórn Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR GARÐABÆJAR, mánudaginn 29. júní kl. 20 

Aðalfundur Miðflokksdeildar Garðabæjar verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi mánudaginn 29. júní kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn Garðabæjardeildarinnar geta boðið sig fram á fundinum eða með því að senda tölvupóst á midflokkurinn@midflokkurinn.is

Stjórn Miðflokksdeildar Garðabæjar

 


FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU


NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSDEILDAR AKUREYRAR OG NÁGRENNIS

Aðalfundur Miðflokksdeildar Akureyrar og nágrennis var haldinn þann 11. júní s.l.

Meðal annars var kosning nýrrar stjórnar og hana skipa:

Karl Liljendal Hólmgeirsson, formaður

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Sigrún Elva Briem

Viðar Valdimarsson

Hákon Hákonarson

Varamenn:

Sigríður Valdís Bergvinsdóttir

Bjarney Guðbjörnsdóttir

Berglind Pétursdóttir

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU


Í vikunni voru þrír þingfundardagar.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tóku Birgir Þórarinsson og Gunnar Bragi Sveinsson þátt.

Birgir spurði utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um framkvæmdir í Helguvík.

Gunnar Bragi spurði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um seinni bylgju Covid-19, svör við fyrirspurnum.

Í störfum þingsins tóku Þorsteinn Sæmundsson, Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson þátt.

Þorsteinn fjallaði um fyrirspurn sína um kaupendur fullnustueigna íbúðarlánasjóðs sem var svarað fyrr í vikunni.

Sigurður Páll var í hátíðarskapi í tilefni 17. júní.

Ólafur ræddi fjórða orkupakkann.

 

Skriflegar fyrirspurnir til munnlegs svars var á dagskrá Alþingis í dag.

Karl Gauti Hjaltason og Sigurður Páll Jónsson voru báðir með fyrirspurnir á dagskrá.

Fyrsta fyrirspurn Karls Gauta var um verkfallrétt lögreglumanna, fyrirspurninni var beint til dómsmálaráðherra.

Fyrirspurnina má sjá hér.

Umræðu í þingsal má sjá hér.

Önnur fyrirspurn Karls Gauta var um uppbyggingu á friðlýstum svæðum, fyrirspurninni var beint til umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fyrirspurnina má sjá hér.

Umræðu í þingsal má sjá hér.

Þriðja fyrirspurn Karls Gauta var um aðgerðir til þess að verja heimilin, fyrirspurninni var beint til fjármála- og efnahagsráðherra.

Fyrirspurnina má sjá hér.

Umræðu í þingsal má sjá hér.

 

Í vikunni er síðari umræða um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 og samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, en þessar tvær þingsályktunartillögur eru ræddar saman.
Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason voru með sérnefndarálit um tillögurnar.

Nefndarálitið má sjá hér.

Karl Gauti mælti fyrir álitinu.

Ræðu Bergþórs má sjá hér.

 


GREINAR OG PISTLAR


Pistill eftir Ólaf Ísleifsson í Morgunblaðinu þann 16. júní, 2020

Fjórði orkupakkinn vofir yfir


KVENRÉTTINDADAGURINN ER Í DAG

Kvenréttindadagurinn 19. júní er í dag og við fögnum því að 105 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Þann 19. júní árið 1915 undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem færði konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis.  Með því urðu íslenskar konur þær fyrstu í heimi til að fá almennan kosningarétt og kjörgengi.

Konur héldu upp á kosningaréttinn með hátíðarhöldum 19. júní 1916 og er dagurinn iðulega nefndur kvenréttindadagurinn.

 Miðflokkurinn óskar öllum konum til hamingju með daginn!