Fréttabréf Miðflokksins 21. febrúar, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  21. febrúar, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17

 

 


LANDSÞING MIÐFLOKKSINS 28. - 29. MARS, 2020

UPPLÝSINGAR UM SKRÁNINGU OG VERÐ

Skráning stendur nú yfir fyrir Landsþing Miðflokksins sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík helgina 28. - 29. mars, 2020.

Landsþing er opið öllum félagsmönnum í Miðflokknum (kt: 650609-1740) með málfrelsi og tillögurétt.

Almennar upplýsingar um Landsþingið má finna í lögum flokksins (gr. 4).

Ráðstefnugjald er Kr. 4.900.- á mann.

Skráning fer fram á heimasíðu Miðflokksins, en þar er flipi merktur Landsþing 2020.  

Á skráningarsíðunni er einnig gengið frá greiðslu fyrir kvöldverð, hádegisverð og þingið sjálft.  Þar verða settar inn allar upplýsingar jafnóðum og þær berast, en einnig munu þær svo birtast vikulega hér í fréttabréfinu fram að landsþingi.

Dagskráin er enn í mótun en áætlað er að þingið byrji kl. 10:30 á laugardeginum, 28. mars og ljúki kl. 16:00 á sunnudeginum 29. mars.

Að kvöldi laugardags verður glæsilegur kvöldverður og skemmtun á hótelinu að hætti Miðflokksfólks.

Verðið fyrir kvöldverðinn er Kr. 10.900.- á mann og greiðist á skráningarsíðunni.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ YKKUR Á LANDSÞINGIÐ

Ef spurningar vakna varðandi Landsþingið, vinsamlegast sendið póst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is  eða hringið á skrifstofu flokksins í síma 555-4007.

 

      

Myndir frá Landsþingi Miðflokksins í Hörpu 2018

 


VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


OPINN FUNDUR Í HAFNARFIRÐI MEÐ JÓHANNESI ÞÓR SKÚLASYNI, laugardaginn 22. febrúar kl. 10

Felst framtíðin í ferðaþjónustu?

Á morgun, laugardaginn 22.  febrúar kl. 10:00 - 12:00 verður opinn fundur hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Gestur fundarins verður Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

Jóhannes mun ræða um stöðuna í ferðaþjónustu hér á landi og tækifæri Hafnarfjarðar sem ferðamannabæjar.

Heitt á könnunni.

Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 

 


OPINN FUNDUR UM MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐ MEÐ BERGÞÓRI ÓLASYNI, laugardaginn 22. febrúar kl. 13

Á morgun, laugardaginn 22. febrúar kl. 13:00 - 15:00 verður Miðflokkurinn í Rangárþingi með opinn fund um fyrirhugaðan Miðhálendisþjóðgarð í Hvolnum á Hvolsvelli.

Gestir fundarins verða:

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis

Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum

Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi í Skálakoti

Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi í Bræðratungu

Magnús Haraldsson, kaupmaður á Hvolsvelli

Fundarstjóri:  Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur, kúabóndi og meðlimur í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi

Heitt á könnunni - Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 

 

 


VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS MEÐ ÖNNU KOLBRÚNU ÁRNADÓTTUR, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 16

Vöfflukaffi Miðflokksins verður á sínum stað fimmtudaginn 27. febrúar kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð (gengið er inn frá Lækjartorgi).

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður verður gestur að þessu sinni og mun hún ræða m.a. um heilbrigðismálin í landinu.

Rjúkandi vöfflur, kaffi og góður félagsskapur.

Allir innilega velkomnir.

 

 

 


BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 2. mars frá kl. 20

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis verður með bæjarmálafund mánudaginn 2. mars n.k. í Zontahúsinu að Aðalstræti 54 á Akureyri.

Bæjarmálin rædd - heitt á könnunni.

Allir velkomnir!

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR, miðvikudaginn 4. mars kl. 20 

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20 í húsnæði Miðflokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Allir félagar í Miðflokknum sem búsettir eru í Reykjavík hafa þátttöku- og atkvæðisrétt á aðalfundi.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.  Lagabreytingar

5.  Ákvörðun félagsgjalds

6.  Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

7.  Önnur mál

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur auglýsir eftir framboðum til formanns / stjórnar / varastjórnar, en þrír stjórnarmenn eru að ganga úr stjórn.

Áhugasamir sendi póst á skrifstofa@midflokkurinn.is fyrir kl. 12:00, miðvikudaginn 26. febrúar.

 


MIÐFLOKKSKONUR HITTAST Í PARTÝ BINGÓ, Sunnudaginn 8. mars, kl. 18:00 

Miðflokkskonur ætla að bregða sér í þriggja rétta máltíð og partý bingó með Siggu Kling sunnudaginn 8. mars n.k. á Sæta Svíninu að Hafnarstræti 1-3.

Verð fyrir þriggja rétta máltíð er kr. 5900.- á mann og búið er að taka frá 20 manna borð.

Bingóskemmtunin með hinni alkunnu Siggu Kling byrjar svo kl. 21:00 í kjallaranum.

Allar konur hjartanlega velkomnar.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU:


Í vikunni tók Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, en hann er staddur á fundi IPU og Sameinuðu þjóðanna þessa vikuna.

 

Störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir voru á sínum stað.

Í störfum þingsins tóku Þorgrímur Sigmundsson, Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir þátt.

Þorgrímur ræddi um samgöngur á Austurlandi

Þorsteinn ræddi um baráttu einstaklinga og fyrirtækja við stjórnkerfið. 

Anna Kolbrún ræddi um skógrækt.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tóku Ólafur Ísleifsson og Birgir Þórarinsson þátt.

Ólafur spurði forsætisráðherra um lagningu sæstrengs

Birgir spurði fjármála- og efnahagsráðherra um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans.

  

Þingmenn Miðflokksins mæltu fyrir 6 þingmannamálum í vikunni:

Ólafur Ísleifsson mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum (leyfisskilda).
Frumvarpið myndar þátt í heild sem stendur saman af öðrum frumvörpum sem Ólafur ásamt þingflokki Miðflokksins hefur flutt til að styrkja stöðu fjölskyldna og heimila á lánamarkaði.

Umræðuna má sjá hér.

Frumvarpið má lesa hér.

 

Þorgrímur Sigmundsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um kolefnismerkingu á kjötvörur og garðyrkjuafurðir til manneldis.

Umræðuna má sjá hér. 

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

Sigurður Páll Jónsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.

Umræðuna má sjá hér. 

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

Sigurður Páll mælti einnig fyrir tillögu til þingsályktunar um verndun og varðveislu skipa og báta.
Með þessari tillögu er ráðherra gert að gera úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og gera tillögu að úrbótum.

Umræðuna má sjá hér. 

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

Anna Kolbrún Árnadóttir mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um dómtúlka.
Tilgangur tillögunnar er að fjölga bæði dómtúlkum og þeim tungumálum sem dómtúlkar á Íslandi fást við.

Umræðuna má sjá hér.

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

Birgir Þórarinsson mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum (notkun fána á byggingum).

Umræðuna má sjá hér.

Frumvarpið má lesa hér.

 

Sérstök umræða var um stuðning við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins.  Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt.

Birgir Þórarinsson 

Karl Gauti Hjaltason 

 

Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt í umræðum um skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um stafræna endurgerð íslensks prentmáls vegna þingsályktunar nr. 20/148.

Ólafur Ísleifsson

Karl Gauti Hjaltason

 

Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, nefndarmenn í atvinnuveganefnd, lögðu fram í vikunni minnihlutaálit við 2. umræðu frumvarps til laga um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015 (stjórnvaldssektir).

Álitið má lesa hér.

 

Þingflokkur Miðflokksins heimsótti Öryrkjabandalag Íslands

Í morgun heimsóttu þingmenn og aðstoðarmenn þeirra Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og áttu þar góðan fund með forsavarsmönnum ÖBÍ, þeim Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni, Halldóri S. Guðbergssyni, varaformanni og Jóni Þór Víglundssyni, fjölmiðlafulltrúa.  Fundurinn var gagnlegur og góðar umræður sköpuðust um málefni ÖBÍ. 

 


GREINAR OG PISTLAR:


Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar, 2020

Landsbankahöll og kjarklaus ráðherra 

 


Pistill eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar, 2020

Hjarta Hallormsstaðaskógar


 

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Bændablaðinu þann 18. febrúar, 2020

Umsátrið um sveitarfélögin

 


Grein eftir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins í Reykjavík.  Greinin birtist í Fréttatímanum þann 19. febrúar, 2020

Hvað varð um umfram eigið fé bankanna?

 


Grein eftir Heiðbrá Ólafsdóttur sem situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.  Greinin birtist í Bændablaðinu þann 20. febrúar, 2020

Einn einstaklingur - eitt atkvæði 

 


Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. febrúar, 2020

Öryggi í öndvegi


 Grein eftir Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Grindavík.  Greinin birtist í Víkurfréttum þann 21. febrúar, 2020.

Þar sem er vilji þar er vegur

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter
Ritstjóri fréttabréfsins er Íris Kristína Óttarsdóttir
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða efni í fréttabréfið á netfangið iriso@althingi.is