FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 26. JÚNÍ, 2020
Skrifstofa Miðflokksins
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007 Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Sumarlokun:
Skrifstofa Miðflokksins verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa.
VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR
GOLFMÓTI MIÐFLOKKSINS FRESTAÐ FRAM Í ÁGÚST
Golfmóti Miðflokksins, sem fara átti fram í dag, föstudaginn 26. júní, hefur verið frestað fram í ágúst. Ástæða frestunarinnar er aðallega sú að þing stendur enn yfir og hefði því enginn af þingmönnum flokksins getað mætt.
Nú gefst flokksmönnum auðvitað kjörið tækifæri til að skella sér á golfvöllinn í júlí, æfa sveifluna og mæta svo hress á golfmótið í ágúst :)
Ný dagsetning verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.
Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu G. Bates, gjaldkera Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á netfanginu sigrungbates@gmail.com varðandi endurgreiðslu.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Húsatóftavelli í ágúst!
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS NORÐVESTURKJÖRDÆMIS, laugardaginn 27. júní kl. 14
Aðalfundur Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis verður haldinn á morgun, laugardaginn 27. júní kl. 14:00 á Stóru-Ásgeirsá í vestur Húnavatnssýslu.
Dagskrá:
1) Kosning fundarstjóra og ritara
2) Ávörp gesta
3) Skýrsla stjórnar
4) Lagabreytingar
5) Kosning stjórnar
6) Önnur mál
Framboð berist á netfangið
ragnar.stefan@gmail.com
Nánari upplýsingar veitir Ragnar í síma 888-4030 eða senda fyrirspurn á netfangið ragnar.stefan@gmail.com
Stjórn Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR GARÐABÆJAR, mánudaginn 29. júní kl. 20
Aðalfundur Miðflokksdeildar Garðabæjar verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi mánudaginn 29. júní kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn Garðabæjardeildarinnar geta boðið sig fram á fundinum eða með því að senda tölvupóst á midflokkurinn@midflokkurinn.is
Stjórn Miðflokksdeildar Garðabæjar
NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSDEILDAR KÓPAVOGS
Aðalfundur Miðflokksdeildar Kópavogs fór fram á Kaffi Catalinu í Kópavogi í vikunni. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundinum:
Aðalfundur Miðflokksdeildar Kópavogs, haldinn 22. júní á Kaffi Catalínu í Kópavogi, fagnar mikilvægri umræðu þingmanna Miðflokksins um samgöngumál á Alþingi. Áhyggjur beinast að þeirri miklu óvissuferð sem Borgarlína er, stærsti kostnaðarliður samgönguáætlunar. Þar á að verja 50 milljörðum af ríkisfé í verkefni sem hvorki hefur rekstraráætlun né hefur verið kostnaðarmetið. Það er með ólíkindum að ráðast eigi í slíka framkvæmd í ljósi þess og ljóst að þar með verða brýnar vegaframkvæmdir, eins og t.d. leiðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu látnar sitja á hakanum. Miðflokksmenn í Kópavogi lýsa yfir vanþóknun sinni á hugmyndum um Borgarlínu, eins og stjórnarflokkarnir hafa kynnt hana og telja að leiðin sé of dýr og hvetur þingmenn Miðflokksins nú sem fyrr til öflugrar umræðu um málið.
Ný stjórn deildarinnar var kosin og hana skipa:
Katrín Eliza Bernhöft, formaður
Enok Klemensson
Bjartur Rúnarsson
Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt
Einar Baldursson
Varamenn:
Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson
Geir Þorsteinsson
Jón Pálmi Pálmason
Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs. Á myndina vantar Enok Klemensson.
FRÉTTIR AF ÞINGINU
Í vikunni stóðu þingmenn okkar í ströngu, en mikið er að gera á lokametrum Alþingis fyrir þinglok.
Eldhúsdagsumræður (almennar stjórnmálaumræður) voru á þriðjudagskvöldið. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason tóku þátt.
Ræða Gunnars Braga.
Ræða Sigurðar Páls.
Ræða Karls Gauta.
Í vikunni var á dagskrá þingfundar skrifleg fyrirspurn til munnlegs svars frá Þorsteini Sæmundssyni til félags- og barnamálaráðherra. Fyrirspurnin var um lán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald.
Umræðu um fyrirspurnina má sjá hér.
Fyrirspurnina má sjá hér.
Á Alþingi í dag var önnur umræða um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason voru með sérálit í því máli.
Nefndarálit þeirra má sjá hér.
Karl Gauti mælti fyrir nefndarálitinu.
Þingfundur er í dag og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi.
GREINAR OG PISTLAR
Grein eftir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins. Greinin birtist í Fréttatímanum þann 13. júní, 2020
Leikur Yutong gengið lausum hala? Eða er þetta allt saman "rangur" misskilningur?
Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Suðvesturkjördæmis og varaformann Miðflokksins.
Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 25. júní, 2020
Samgöngumál rædd í þaula
Miðflokkurinn óskar félagsmönnum gleðilegs sumars!