Fréttabréf Miðflokksins 28. febrúar, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  28. febrúar, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17

  

 

 

LANDSÞING MIÐFLOKKSINS 28. - 29. MARS, 2020

UPPLÝSINGAR UM SKRÁNINGU OG VERÐ

 

 

Skráning stendur nú sem hæst fyrir Landsþing Miðflokksins sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík helgina 28. - 29. mars og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja út frá fjölda ráðstefnugesta.

Skráning fer fram á heimasíðu Miðflokksins, en þar er flipi merktur Landsþing 2020.  

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ YKKUR Á LANDSÞING MIÐFLOKKSINS 2020

Dagskrá:

Dagskráin er enn í mótun en áætlað er að þingið byrji kl. 10:30 á laugardeginum, 28. mars og ljúki kl. 16:00 á sunnudeginum 29. mars.

Að kvöldi laugardags verður glæsilegur kvöldverður og skemmtun á hótelinu að hætti Miðflokksfólks.

Verð:

Ráðstefnugjald er Kr. 4.900.- á mann.

Kvöldverður og skemmtun er Kr. 10.900.- á mann.

Gengið er frá greiðslu á skráningarsíðunni um leið og fólk skráir sig á þingið.

Hægt er að velja hvort borgað sé með greiðslukorti eða millifærslu.

Ef spurningar vakna varðandi Landsþingið, vinsamlegast sendið póst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is  eða hringið á skrifstofu flokksins í síma 555-4007

 

LANDSÞING UNGLIÐAHREYFINGU MIÐFLOKKSINS, föstudaginn 27. mars kl. 17

Ungliðahreyfing Miðflokksins boðar til landsþings föstudaginn 27. mars kl 17:00 á skrifstofu Miðflokksins, Hafnarstræti 20, 2. hæð.

Framboðum til aðalstjórnar skal skilað inn eigi síður en tveimur sólahringum fyrir landsþing og framboðum til formanns skal skilað inn eigi síður en tveimur vikum fyrir landsþing.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega starfi og vilja bjóða sig fram í stjórn þá sendið framboð á Karl Liljendal Hólmgeirsson, formann Ungliðahreyfingarinnar á netfangið:  karl@midflokkurinn.is

 

 


VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI MEÐ PÉTRI BLÖNDAL, laugardaginn 29. febrúar kl. 10

Á morgun, laugardaginn 29. febrúar kl. 10:00 - 12:00, verður Miðflokksfélag Hafnarfjarðar með opinn fund um stöðuna og horfur í áliðnaði á Íslandi.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi (Samál), verður gestur fundarins.

Fundurinn verður haldinn að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Rjúkandi Miðflokksvöfflur og kaffi á boðstólnum.

Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

 


OPINN SÚPUFUNDUR Á HÚSAVÍK, laugardaginn 29. febrúar kl. 13

LÖGGÆSLA, HEILSUGÆSLA OG STAÐAN Í EFNAHAGSMÁLUM

Miðflokksfélag Þingeyinga heldur opinn súpufund laugardaginn 29. febrúar kl. 13:00 í Naustinu, sal björgunarsveitar Húsavíkur.

Frummælendur eru:

Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins

Eyþór Heiðar Kristjánsson, Verkefnastjóri sjúkraflutninga HSN

Rjúkandi heit súpa verður á boðstólnum fyrir fundargesti.

Allir velkomnir!

 


VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 5. mars kl. 16

Vöfflukaffi Miðflokksins verður á sínum stað fimmtudaginn 5. mars kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Rjúkandi vöfflur, kaffi og góður félagsskapur.

Allir innilega velkomnir.

 


BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 2. mars kl. 20

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis verður með bæjarmálafund mánudaginn 2. mars frá kl. 20:00 í Zontahúsinu að Aðalstræti 54 á Akureyri.

Bæjarmálin rædd - heitt á könnunni.

Bæjarmálafundir verða haldnir annan hvorn mánudag á Akureyri í vetur (sjá dagsetningar í auglýsingunni hér að neðan).

Allir velkomnir!

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR, miðvikudaginn 4. mars kl. 20 

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20 í húsnæði Miðflokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Allir félagar í Miðflokknum sem búsettir eru í Reykjavík hafa þátttöku- og atkvæðisrétt á aðalfundi.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar

4.  Lagabreytingar

5.  Ákvörðun félagsgjalds

6.  Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga

7.  Önnur mál

Allir velkomnir.

 


MIÐFLOKKSKONUR HITTAST Í PARTÝ BINGÓ, Sunnudaginn 8. mars, kl. 19:00 

Miðflokkskonur ætla að bregða sér í þriggja rétta máltíð og partý bingó með Siggu Kling á Sæta svíninu sunnudaginn 8. mars.

Ætlunin er að hittst kl. 19:00 á Sæta svínu og borða saman kvöldmat og fara svo saman í partý bingóið sem byrjar kl. 21:00 á Sæta svíninu.

Verð fyrir þriggja rétta máltíð er kr. 5900.- á mann og búið er að taka frá 30 manna borð.

Ekki láta þig vanta, þetta verður frábær skemmtun!

Allar konur hjartanlega velkomnar.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 


FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU:


NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSFÉLAGS AKRANESS

Nýlega var haldinn aðalfundur Miðflokksfélags Akraness og auk venjulegra aðalfundarstarfa var ný stjórn kjörin.

Nýja stjórn Miðflokksfélags Akraness skipa:

Ólafur Rúnar Sigurðsson, formaður

Erla Rut Kristínardóttir, Gjaldkeri

Ásgeir Einarsson, Ritari

Hörður Svavarsson og Gunnar Þór Gunnarsson, meðstjórnendur

 

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU:


 Í vikunni voru tveir þingfundardagar og tveir nefndardagar, þar sem nefndarfundir voru allan daginn.

Birgir Þórarinsson tók þátt í störfum þingsins og ræddi þar um um orð forsætisráðherra sem sagði fyrir skömmu að skynsamlegt væri að hefja sölu á Íslandsbanka.

Smellið hér til að hlusta á Birgi

Ólafur Ísleifsson tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma og spurði þar fjármála- og efnahagsráðherra um heimild forstöðumanna ríkisstofnana til að hækka eftirlaun.

Smellið hér til að hlusta á Ólaf

 

Sérstök umræða var um stöðu efnahagsmála og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kólnun hagkerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason tóku þar þátt.

Smellið hér til að hlusta á Sigmund Davíð

Smellið hér til að hlusta á Bergþór

Næsti þingfundur verður þriðjudaginn 3. mars n.k.

 


GREINAR OG PISTLAR:


Grein eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Mannlífi þann 22. febrúar, 2020

Strengjaráðherrann


  

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter
Ritstjóri fréttabréfsins er Íris Kristína Óttarsdóttir
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða efni í fréttabréfið á netfangið iriso@althingi.is