Banvæn sýndarmennska - Umhverfismál

Banvæn sýndarmennska – Umhverfismál

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson

Laugardagur, 20. júlí 2019

 

Eft­ir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son: „Það er hægt að ná ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar ... En til að ná ár­angri þarf að skoða heild­ar­mynd­ina, lang­tíma­áhrif og hætta sér út í að skoða staðreynd­ir.“

 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son

Lýðræði hef­ur skilað Vest­ur­lönd­um mesta fram­fara­skeiði mann­kyns­sög­unn­ar. Nú á lýðræði hins veg­ar í vök að verj­ast gagn­vart sí­auknu kerf­is­ræði og hinni nýju ímynd­ar­póli­tík sem einnig mætti kalla sýnd­ar­stjórn­mál. Það sem er sagt og gert er þar fyrst og fremst metið út frá því hver á í hlut og hver ásýnd­in er frem­ur en að líta til inni­halds og staðreynda.

Því sýni­legri sem mál eru þeim mun meiri er sýnd­ar­mennsk­an. Af því leiðir að þeim mun meiri at­hygli sem mál vekja þeim mun meiri eru áhrif ímynd­ar­stjórn­mál­anna.

Fyr­ir vikið nálg­ast menn ekki stærstu viðfangs­efni sam­tím­ans út frá raun­veru­leik­an­um og leit­inni að skyn­sam­leg­ustu lausn­un­um. Þess í stað ganga viðbrögðin fyrst og fremst út á að sýn­ast vera að bregðast við. Með því er farið gegn því sem hef­ur reynst meg­in­for­senda ár­ang­urs og fram­fara um ald­ir, jafn­vel árþúsund.

Til að skýra hina miklu skaðsemi ímynd­ar­stjórn­mál­anna ætla ég að styðjast við dæmi. Í tveim­ur grein­um mun ég fjalla um tvö af stærstu viðfangs­efn­um sam­tím­ans. Mál sem vekja meiri at­hygli en flest önn­ur og hafa fyr­ir vikið orðið fórn­ar­lömb ímynd­ar­stjórn­mál­anna. Þessi mál eru ann­ars veg­ar um­hverf­is­mál (einkum löfts­lags­breyt­ing­ar) og í næstu grein inn­flytj­enda­mál. Hvort tveggja mál sem varða líf og framtíð millj­arða manna.

Umbúðir, ekki inni­hald

Aðferðirn­ar sem stuðst er við í um­hverf­is­mál­um eru ekki til þess falln­ar að skila til­ætluðum ár­angri, eins og ég hef tals­vert fjallað um áður. Par­ís­ar­sam­komu­lagið frá 2015 (sem ég skrifaði und­ir) var kynnt sem síðasta tæki­færið til að bjarga heim­in­um frá áhrif­um lofts­lags­breyt­inga.

Nú ætl­ast ímynd­ar­menn reynd­ar til að við köll­um þetta „ham­fara­hlýn­un“. Það að gefa hlut­um ný heiti að hætti Orwells er ein­mitt eitt af helstu verk­fær­um sýnd­ar­stjórn­mál­anna. Allt er þetta spurn­ing um hvaða stimp­il tekst að setja á fólk og þá ásýnd eða umbúðir sem mál­efn­um er pakkað inn í, frem­ur en inni­haldið.

Dýrt ár­ang­urs­leysi

Jafn­vel þótt Par­ís­ar­sam­komu­lagið til að bjarga heim­in­um verði virt af öll­um, en slíkt hef­ur aldrei gerst, sýna líkön Sam­einuðu þjóðanna sjálfra (sömu líkön og sam­komu­lagið er byggt á) að lofts­lags­áhrif­in yrðu nán­ast eng­in. Það er vegna þess að sam­komu­lagið býður ekki upp á lausn­ir sem virka. Í viðbrögðum við lofts­lags­breyt­ing­um er ekki tekið til­lit til staðreynda og alls ekki tekið til­lit til heild­aráhrifa. Sýnd­ar­mennska ræður för. Kostnaður­inn við þenn­an smá­vægi­lega ár­ang­ur er hins veg­ar gríðarleg­ur.

Sum lönd fara sín­ar eig­in leiðir en á sömu for­send­um. Ný­verið samþykkti breska þingið stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að Bret­land ætti að ná því mark­miði að nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda yrði eng­in fyr­ir árið 2050. Fjár­málaráðherr­ann, sem þó er ekki þekkt­ur fyr­ir að synda gegn straumn­um, benti á að stefna eig­in stjórn­ar gæti kostað um 1.000.000.000.000 pund eða 160 þúsund millj­arða króna. Það myndi óhjá­kvæmi­lega leiða til niður­skurðar í heil­brigðismál­um, mennta­mál­um og lög­gæslu.

Und­ar­leg sjálfs­upp­hafn­ing

Ekki skort­ir þó tals­menn. For­ystu­menn úr alþjóðakerf­inu mættu til Dav­os á 1.600 einkaþotum til að tala niður til fólks sem ferðast á fjöl­skyldu­bíl og leyf­ir sér stöku sinn­um að fara í frí til Kanarí. Í viðtöl­um flytja þeir svo all­ir sömu fras­ana sem tekn­ir eru upp úr trú­ar­ritn­ingu ímynd­ar­póli­tík­ur­inn­ar.

Sam­tök sem kalla sig Clima­te Re­belli­on efna reglu­lega til mót­mæla og stund­um óeirða. Aðgerðirn­ar ganga oft­ast út á að gera fólki lífið leitt með því að stöðva um­ferð og krefjast þess að hætt verði að nota jarðefna­eldsneyti.

Sænsk stúlka efn­ir til viku­legra verk­falla skóla­barna (nema í sum­ar­frí­inu) og krefst þess að nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda verði eng­in fyr­ir 2025. Stjórn­mála­menn leit­ast við að upp­hefja sjálfa sig með því að vísa í að „börn­in vísi okk­ur veg­inn“ og hamra á því að við eig­um að hlusta á þau. Þó gera þeir það ekki í raun. Yf­ir­lýs­ing­arn­ar eru nefni­lega byggðar á sýnd­ar­mennsku, því að segj­ast hlusta á börn­in, frem­ur en staðreynd­um eða raun­veru­leg­um vilja til að „láta börn­in vísa veg­inn“. Enda eru kröf­urn­ar full­kom­lega óraun­hæf­ar. Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveld­ara að lofa börn­in fyr­ir fram­takið og það að skrópa í skóla.

Þegar aktív­ist­ar beita börn­um í áróðurs­skyni virðast fáir þora að vera full­orðnir. Ætti hlut­verk full­orðinna ekki að vera að kenna börn­um nám og rök­hyggju og bera lof á leit­ina að staðreynd­um og lausn­um? Það hef­ur jú verið grunn­stef vest­rænn­ar siðmenn­ing­ar (með hlé­um sums staðar) í á þriðja þúsund ára og lyk­ill­inn að ein­stakri fram­fara­sögu.

Ran­veru­leg áhrif

Hver yrðu áhrif þess að hætta nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda inn­an 5 ára? Það er auðvitað ekki hægt. Fyr­ir fá­ein­um árum losaði Kína minna af gróður­húsaloft­teg­und­um en Evr­ópa. Aðeins 15 árum seinna hef­ur los­un Kína þre­fald­ast og er nú meiri en allra Evr­ópu­ríkja og Banda­ríkj­anna sam­an­lagt. En hvað ef við lit­um fram hjá þró­un­ar­lönd­un­um og stjórn­völd gerðu ráðstaf­an­ir svo að nettó­los­un á Vest­ur­lönd­um yrði eng­in inn­an fimm ára?

Af­leiðing­arn­ar yrðu versta mann­gerða kreppa sög­unn­ar. Fjölda­gjaldþrot fyr­ir­tækja, flug­fé­laga, ferðaþjón­ustu, fram­leiðslu­fyr­ir­tækja, flutn­ings­fyr­ir­tækja og stórs hluta versl­un­ar og þjón­ustu. Fjölda­at­vinnu­leysi, hrun í tekj­um ríkja, niður­skurður í heil­brigðisþjón­ustu og öðrum vel­ferðar­mál­um og auðvitað mennta­mál­um. Slík­ar væru raun­veru­leg­ar af­leiðing­ar krafn­anna sem stjórn­mála­menn skreyta sig með því að lofa.

Það má svo fylgja sög­unni að lækkað orku­verð myndi skapa Kína og öðrum þró­un­ar­lönd­um stór­kost­legt for­skot. Gall­inn væri bara sá að Vest­ur­lönd hefðu ekki leng­ur efni á að kaupa vör­urn­ar sem þessi lönd fram­leiða. Þau myndu því þurfa að verða sjálf­bær og alþjóðaviðskipti yrðu ekki svip­ur hjá sjón (eru ekki alþjóðasinn­arn­ir dug­leg­ast­ir við að taka und­ir kröf­ur aktív­ist­anna?).

Það að stöðva nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda inn­an fimm ára, þótt það væri bara á Vest­ur­lönd­um, myndi kalla á víðtæk­ustu rík­is­inn­grip í sögu lýðræðis og þau inn­grip væru til þess fall­in að auka stór­kost­lega á mis­skipt­ingu. Fjöl­skyldu­bíl­ar yrðu aðeins fyr­ir þá efna­meiri og flug­ferðir, ef þær yrðu heim­ilaðar, aðeins á færi hinna al­efnuðustu. Í raun væri farið 70-100 ár aft­ur í tím­ann varðandi aðgang að ýms­um lífs­gæðum.

Vind­myll­ur

Vind­myll­ur eru lík­lega helsta tákn­mynd um­hverf­is­vernd­ar. Evr­ópu­ríki hafa varið gríðarlegu fjár­magni skatt­greiðenda í að stuðla að fjölg­un vind­mylla. Enda birta stærstu olíu­fram­leiðend­ur heims aug­lýs­ing­ar með mynd­um af vind­myll­um með yf­ir­lýs­ing­um um að þeir vilji vera leiðandi í um­hverf­is­vernd.

Þessi óhemj­u­stjóru mann­virki gnæfa nú yfir héruð Norður-Evr­ópu. Meðal­vind­mylla er tvö­falt hærri en Hall­gríms­kirkja. Turn­inn er úr stáli sem er yf­ir­leitt fram­leitt með stór­kost­leg­um kola­bruna í Kína og svo flutt þaðan með svartolíu­brenn­andi skip­um. Spaðarn­ir eru hver og einn breiðari en breiðþota og fram­leidd­ir úr gervi­efn­um fram­leidd­um úr olíu. Hinar gríðar­stóru und­ir­stöður eru úr járn­bentri stein­steypu sem los­ar mikið af gróður­húsaloft­teg­und­um við fram­leiðsluna. Segl­arn­ir í túr­bín­un­um eru svo fram­leidd­ir úr fá­gæt­um málm­um sem unn­ir eru í nám­um í Kína þar sem vinnsl­an skap­ar óheyri­lega meng­un geisla­virkra efna og annarra eit­ur­efna sem hafa eyðilagt heilu héruðin og stórskaðað menn og dýr.

Vind­myll­ur eru þó mjög sýni­leg­ar og falla þannig vel að ímynd­ar­stjórn­mál­um sam­tím­ans. Heild­aráhrif­in eru þó ekki eins sýni­leg.

Íslenska leiðin

Hér á landi virðist lausn­in í lofts­lags­mál­un­um einkum eiga að fel­ast í því að moka ofan í skurði. Það er sýni­leg aðgerð og hægt að telja metr­ana. Aðgerðirn­ar eru mynd­ræn­ar og það er jú ein af frum­for­send­um ímynd­ar­stjórn­mál­anna. Þó liggja ekki fyr­ir rann­sókn­ir sem staðfesta að slíkt skili til­ætluðum ár­angri og tals­verðar lík­ur eru á að áhrif­in geti í mörg­um til­vik­um verið öfug við það sem að er stefnt.

Það er hægt að ná ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar eins og ég hef fjallað um og mun gera aft­ur. En til að ná ár­angri þarf að skoða heild­ar­mynd­ina, lang­tíma­áhrif og hætta sér út í að skoða staðreynd­ir. Ekk­ert af þessu fell­ur hins veg­ar að ímynd­ar­stjórn­mál­um sam­tím­ans.

Höf­und­ur er formaður Miðflokks­ins.

 

Tákn­mynd um­hverf­is­vernd­ar? Meðal­vind­mylla er tvö­falt hærri en Hall­gríms­kirkja. Mynd­in sýn­ir vind­myll­ur á Jótlandi í Dan­mörku.