Högni Elfar Gylfason á Alþingi

Högni Elfar Gylfason tók sæti á Alþingi í þann 14.-18. nóvember í fjarveru Bergþórs og tók sæti sem varaþingmaður í viku.

Högni tók þátt í störfum þingsins, óundirbúnum fyrirspurnartíma, lagði fram fyrirspurnir, þingsályktunartillögu og sat nefndarfundi.

Í sinni fyrstu ræðu spurði Högni forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis.

Fyrirspurnina má sjá hér

Högni spurði innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma einnig um ástand vegakerfisins.

Fyrirspurnina má sjá hér

Högni tók tvisvar til mál í störfum þingsins, í fyrra skiptið fjallaði hann um það sem ríkisstjórnin lofar en efnir ekki, í seinni ræðu sinni fjallaði hann um skort á farsímasambandi og um biðlista í heilbrigðiskerfinu. 

Fyrri ræðuna má sjá hér

Seinni ræðuna má sjá hér

Högni lagði fram sex fyrirspurnir til ráðherra til skriflegs svar sem má sjá hér. 

Einnig lagði hann fram tillögu til þingsályktunar um hringtengingu vega í Skagafirði, þar sem innviðaráðherra yrði falið að láta Vegagerðina gera áætlun um tengingu Skagafjarðarvegar, nr. 752, við þjóðveg nr. 1 með gerð vegar og brúar yfir Héraðsvötn hjá Flatatungu í Skagafirði.

Tillöguna má sjá í heild sinni hér