Gestur Miðvarpsins í þessum þætti er Högni Elfar Gylfason frá Korná í Skagafirði. Högni er í fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og er sauðfjárbóndi, vélfræðingur og vélvirkjameistari.
2. þáttur: högni Elfar gylfason
Högni gjörþekkir málefni landbúnaðarins og lætur sig einnig samgöngumál miklu varða en þau hafa lengi verið í miklum ólestri í Norðvesturkjördæmi. Þar hefur viðhaldi malarvega ekki verið sinnt síðan fyrir bankahrun fyrir bráðum þrettán árum.
Högni er mjög gagnrýnin á stöðuna í sauðfjárrækt sem gerir bændum nánast ókleift að lifa af greininni. Þá telur hann að það ríki fákeppni í verslun með matvörur hér landi og innflutningur kjöts hafi skapað ósanngjarna samkeppni við innlenda framleiðendur og valdi óeðlilegum viðskiptaháttum. Það er ástæða til að leggja við hlustir þegar Högni ræðir stöðuna í landbúnaði.
Stjórnandi Miðvarpsins er Sigurður Már Jónsson.