Hvað svo?

Hvað svo?

 

Pásk­arn­ir veita ágætt svig­rúm frá amstri dags­ins til að gera hið ýmsa; sum­ir taka til í bíl­skúrn­um, aðrir hugsa sinn gang, ein­hverj­ir sinna fjöl­skyld­unni eða trú­ar­líf­inu og svo eru þeir sem gera upp við sig hvort þeir ætli að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands.

Síðustu vik­ur hafa nefni­lega verið und­ar­leg­ar í stjórn­mál­um á Íslandi. Allt er á bið – bið eft­ir því hvort for­sæt­is­ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar ætl­ar í for­setafram­boð og yf­ir­gefa póli­tík.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir halda þétt á sín­um spil­um og sýna á þau sem hent­ar, svona ef þeir skyldu lenda í kosn­ing­um eft­ir nokkra daga. Fram­sókn eyðir pen­ing­um sem hún á ekki og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn neit­ar að birta fjár­mála­áætl­un enda það ágæta plagg vænt­an­lega ekki að fara að gera mikið fyr­ir baklandið ef kosn­ing­ar eru á næsta leiti.

En hvað svo?

Ef for­sæt­is­ráðherr­ann yf­ir­gef­ur rík­is­stjórn­ina yfir pásk­ana þá standa flokk­arn­ir frammi fyr­ir því að halda áfram eða slíta sam­starf­inu og mynda nýja rík­is­stjórn eða boða til kosn­inga.

Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur né VG eru á þeim stað gagn­vart kjós­end­um að vilja fara í kosn­ing­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætti þó alltaf að vera reiðubú­inn í kosn­ing­ar með sína vel þekktu „kosn­inga­vél“ á kant­in­um en annað má segja um VG. Fram­sókn bíður átekta.

Ef Katrín gef­ur hins veg­ar ekki kost á sér til embætt­is for­seta Íslands, þá verður gam­an að sjá hvað VG-liðar fá í staðinn fyr­ir að halda odd­vit­an­um sín­um, lím­inu í rík­is­stjórn­inni, í for­sæt­is­ráðherra­stóln­um. Verður fyr­ir­greiðslan á sviði út­lend­inga­mála eða hvað – eitt­hvað þarf VG til að rétta sinn hlut í könn­un­um?

Er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður enn jafn týnt og áður, þó þau hafi reynt að finna það á Þing­völl­um á dög­un­um, með bjór í dós. Er­ind­is­leys­an er al­gjör, þjóðinni til óheilla.

Ekki ligg­ur til dæm­is enn fyr­ir hvernig þetta ágæta fólk hyggst leysa at­vinnu­lífið úr viðjum orku­leys­is. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig tempra á viðstöðulaust flæði flótta­manna til Íslands, ekki ligg­ur fyr­ir hvernig leysa á hús­næðis­vanda þjóðar­inn­ar og ekki ligg­ur fyr­ir hvernig rík­is­stjórn­in ætl­ar að koma bönd­um á verðbólgu og háa vexti.

Þau mál sem rík­is­stjórn­in var sam­mála um að tækla eru kom­in í far­veg eða leyst.

Er þá ekki ástæða til að leyfa þjóðinni að velja sterka póli­tíska for­ystu í land­inu – svo það fari eitt­hvað að ger­ast hérna og kyrr­stöðunni ljúki?

Í öllu falli er farsi fram und­an, hvort sem for­sæt­is­ráðherr­ann hverf­ur af vett­vangi eða ekki. Farsi sem sjálf­ur rit­höf­und­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir gæti ekki skáldað í næsta reyf­ara.

Sjálf­ur ætla ég að koma skikki á geymsl­una þegar færi gefst um pásk­ana og bíð spennt­ur eft­ir því hvort enn bæt­ist í sís­tækk­andi hóp for­setafram­bjóðenda – lengi er von á ein­um.

Gleðilega páska!

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is