Landsþingsfréttir

Komið öll blessuð og sæl.

Nú styttist í Landsþing Miðflokksins þann 28-29 október og vinna í fullum gangi.  Það er öllu Miðflokksfólki heimilt að sækja þingið með málfrelsi og tillögurétt en eingöngu þeir sem tilnefndir eru af viðkomandi Kjördæmafélagi hafa kosningarétt.  Drög að dagskrá liggur fyrir og fylgja þau með þessari frétt, ath að dagskrá getur breyst.  Ég vona að þeir utan af landi sem tryggja þurfa sér gistingu hafi náð að gera það.   Varðandi tillögur til lagabreytinga þá þurfa þær að hafa borist skrifstofu flokksins hálfum mánuði, 14 dögum, fyrir boðað þing eða í síðasta lagi þann 14. október n.k..   Framboð til formanns og til stjórnar þurfa að hafa borist skrifstofu flokksins viku, 7 dögum, fyrir boðað þing og því í síðasta lagi 21. október n.k..  

Ef þið hafið frekari spurningar þá endilega hafið samband.