Landsþingsfréttir nánari upplýsingar

Komið öll sæl og blessuð.

Áður en til Landsþings kemur 28. otkóber n.k. þá ætlum við að byrja á því að hittast í Hamraborg 1.  Kópavogi, í félagsheimili Miðflokksins föstudaginn 27. október í vöfflukaffi milli 15 og 17 ásamt því að gögn fyrir þingið verða afhent þar.  Kl. 20 sama dag ætlum við að hittast aftur í Hamraborg 1. og gera eitthvað skemmtilegt, spjalla saman og leika okkur.  

Laugardaginn 28. október ætlum við að byrja kl. 9.30 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, þar sem við afhendum þinggögnin þeim er þegar hafa ekki fengið þau.  kl. 10.10 er síðan setning og ávarp formanns.  Við höldum síðan áfram fram eftir degi og gerum ráð fyrir að ljúka fundi kl. 17.15  Mikilvægt að halda tímamörkum.  Þinggjaldið er 3.900.-

Kl. 20 hefst síðan þriggja rétta hátíðarkvöldverður með skemmtun og dansi en áður en að honum kemur þá býður flokkurinn upp á fordrykk kl. 19.30.  

Veislustjóri verður Jóhann Alfreð skemmtikraftur, skemmtiatriði í boði flokksfélaga og svo ætlum við að dansa inn í nóttina með hljómsveitinni "Í góðu lagi" með Ingibjörgu Hönnu í broddi fylkingar.  Verð á hátíðarkvöldverðinn er 12.900.-

Á sunnudagsmorgun 29. október opnum við húsið kl. 9 og fljótlega upp úr því hefjum við afgreiðslu málefnaályktana.  Höldum svo áfram með dagskrá þingsins og gerum ráð fyrir að ljúka þingi um 14.30.

Nú þegar hefur fjöldi fólks skráð sig og áfram er nóg pláss.

Við ætlum að ræða málin og koma sterk út af góðu þingi.  Auk þess ætlum við einnig að skemmta okkur aðeins.