Nefndarálit frá Birgi Þórarinssyni

Þriðjudaginn 9. júní var 2. umræða á Alþingi um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Frumvarpið var til umræðu í fjárlaganefnd og var Birgir Þórarinsson með nefndarálit við 2. umræðu.

Í nefndarálitinu segir:

„Minni hlutinn fagnar því að kominn er farvegur og vonandi farsæl lausn til að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar þó að margt sé ófrágengið, eins og vikið er að í nefndaráliti þessu, og hefði verið betra að þau mál væru frágengin áður en frumvarp þetta verður að lögum.
Minni hlutinn telur hins vegar að áform um Borgarlínu séu vanhugsuð. Verkefnið er gríðarlega kostnaðarsamt og leiðir alls ekki til þeirrar hagkvæmni sem eðlilegt er að gera kröfur um. Það er því skoðun minni hlutans að hér sé um sóun á fé skattborgaranna að ræða."

Nefndarálitið má lesa í heild sinni hér.

Birgir mælti fyrir álitinu í þingsal við 2. umræðu.